Hvað þarf til að forseti beiti málskotsrétti? Salvör Nordal skrifar 13. maí 2024 13:31 Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun