Gregg: Algjörlega óásættanlegt Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2024 20:00 Gregg Ryder var ekki ánægður með sína menn í dag hvorki frammistöðu né andann í liðinu. vísir / anton brink HK gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar þeir lögðu KR af velli 1-2 í sjöttu umferð Bestu deildar karla. Gregg Ryder þjálfari þeirra svarthvítu fór engum silkihönskum um sína menn hvorki frammistöðuna þeirra né hugarfarið. Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“ Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15