Gregg: Algjörlega óásættanlegt Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2024 20:00 Gregg Ryder var ekki ánægður með sína menn í dag hvorki frammistöðu né andann í liðinu. vísir / anton brink HK gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar þeir lögðu KR af velli 1-2 í sjöttu umferð Bestu deildar karla. Gregg Ryder þjálfari þeirra svarthvítu fór engum silkihönskum um sína menn hvorki frammistöðuna þeirra né hugarfarið. Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“ Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15