Palestína fær aukna þáttöku á allsherjarþingi SÞ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. maí 2024 20:56 Fastanefnd Palestínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í kjölfar atkvæðagreiðslu í gær. Getty Ályktun um aukinn rétt Palestínu til þátttöku í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna var samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi á neyðarfundi þingsins í dag. Ísland kaus með ályktuninni Frá þessu er greint í tilkynningu utanríkisráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins. Ályktunin felur í sér þátttökurétt Palestínu í störfum allsherjarþingsins á við aðildarrríki en hvorki atkvæðisrétt né framboðsrétt. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn 9 en 25 ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til samþykktar. Í tilkynningu segir að atkvæði Íslands hafi verið skýrt með vísan til þess að Ísland hafi viðurkennt fullveldi Palestínu árið 2011 og kallað ítrekað eftir tveggja ríkja lausn. „Þá hafi Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Íslands, komið að samþykkt ályktunar allsherjarþingsins árið 1947 sem kvað á um stofnun tveggja ríkja á svæðinu. Í kjölfarið hafi Ísland stutt aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum og allar götur síðan varið rétt Ísraels til sjálfsvarnar. Þá var lögð áhersla á að aldrei megi gleyma hryllingi helfararinnar sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegri aukningu gyðingahaturs. Afdráttarlaus fordæming Íslands á skelfilegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas þann 7. október sl. var enn fremur ítrekuð.“ „Þá kom fram að á undanförnum mánuðum hafi heimurinn orðið vitni að hindrunum á aðgengi fyrir mannúðaraðstoð, vatn og orku til Gaza, fregnir séu af því að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið nýtt í tilgangi sem geti svipt þau friðhelgi samkvæmt mannúðarlögum, og algjörlega óásættanlegt mannfall hafi orðið meðal almennra borgara – barna, mannúðar- og heilbrigðisstarfsmanna, fjölmiðlafólks og starfsfólks UNRWA. Allt séu þetta brot á mannúðarlögum. Ísland fordæmi öll brot á alþjóðalögum, þ.m.t. mannúðarlögum. Ísland ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi og að framfylgja verði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur var lögð áhersla á frekari aðgerðir í þágu friðar, til þess sé tveggja ríkja lausnin eina leiðin,“ segir í lok tilkynningar utanríkisráðuneytisins. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu utanríkisráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins. Ályktunin felur í sér þátttökurétt Palestínu í störfum allsherjarþingsins á við aðildarrríki en hvorki atkvæðisrétt né framboðsrétt. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn 9 en 25 ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til samþykktar. Í tilkynningu segir að atkvæði Íslands hafi verið skýrt með vísan til þess að Ísland hafi viðurkennt fullveldi Palestínu árið 2011 og kallað ítrekað eftir tveggja ríkja lausn. „Þá hafi Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Íslands, komið að samþykkt ályktunar allsherjarþingsins árið 1947 sem kvað á um stofnun tveggja ríkja á svæðinu. Í kjölfarið hafi Ísland stutt aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum og allar götur síðan varið rétt Ísraels til sjálfsvarnar. Þá var lögð áhersla á að aldrei megi gleyma hryllingi helfararinnar sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegri aukningu gyðingahaturs. Afdráttarlaus fordæming Íslands á skelfilegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas þann 7. október sl. var enn fremur ítrekuð.“ „Þá kom fram að á undanförnum mánuðum hafi heimurinn orðið vitni að hindrunum á aðgengi fyrir mannúðaraðstoð, vatn og orku til Gaza, fregnir séu af því að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið nýtt í tilgangi sem geti svipt þau friðhelgi samkvæmt mannúðarlögum, og algjörlega óásættanlegt mannfall hafi orðið meðal almennra borgara – barna, mannúðar- og heilbrigðisstarfsmanna, fjölmiðlafólks og starfsfólks UNRWA. Allt séu þetta brot á mannúðarlögum. Ísland fordæmi öll brot á alþjóðalögum, þ.m.t. mannúðarlögum. Ísland ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi og að framfylgja verði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur var lögð áhersla á frekari aðgerðir í þágu friðar, til þess sé tveggja ríkja lausnin eina leiðin,“ segir í lok tilkynningar utanríkisráðuneytisins.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira