Aðrir frambjóðendur en efstu tveir eigi töluvert langt í land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 19:55 Eiríkur telur líklegast að fremstu konur í kapphlaupinu að Bessastöðum, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir, verði það áfram. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir allt útlit fyrir tveggja hesta kapphlaup fram að kjördegi. Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mælast jafnar í nýjustu könnun Gallup. Kappræður Ríkisútvarpsins fyrir rúmri viku virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira