Titillinn hrifsaður úr greipum Diljár og fall blasir við Sveini Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 13:41 Diljá Ýr Zomers og stöllur í OH Leuven eiga ekki lengur raunhæfa von um belgíska meistaratitilinn. @ohlwomen Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í OH Leuven urðu í annað sinn á einni viku að sætta sig við naumt tap í toppslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titillinn er þar með svo gott sem runninn þeim úr greipum. Diljá var að vanda í liði Leuven í dag þegar liðið tók á móti Standard Liege en gestirnir höfðu betur, 1-0, og komust á topp deildarinnar, í það minnsta tímabundið. Áður hafði Leuven tapað fyrir Anderlecht fyrir viku síðan. Þegar tvær umferðir eru eftir er Leuven með 35 stig í 3. sæti, Standard efst með 39 stig og Anderlecht með 38 auk þess að eiga leik til góða síðar í dag. Sveinn Aron við það að falla Sveinn Aron Guðjohnsen var á varamannabekknum hjá Hansa Rostock sem tapaði fimmta leik sínum í röð í þýsku B-deildinni, 2-1 gegn Schalke. Hansa er í fallsæti og fellur ef Wehen Wiesbaden vinnur sinn leik á morgun, við Braunschweig sem Þórir Jóhann Helgason leikur með. Hansa er einu stigi á eftir Wehen Wiesbaden en með mun verri markatölu og þyrfti að vinna Paderborn í lokaumferðinni til að forðast fall, og treysta á að Wehen Wiesbaden fái aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. Sveinn Aron hefur aðeins fengið einn leik í byrjunarliði Hansa frá því að hann var keyptur frá Elfsborg í ársbyrjun, en spilað ellefu deildarleiki. Emelíu skipt inn á og aftur út af Í Danmörku fagnaði Emelía Óskarsdóttir 2-0 sigri með Köge gegn Bröndby. Kristín Dís Árnadóttir var í byrjunarliði Bröndby en var skipt af velli í upphafi seinni hálfleiks, þegar staðan var orðin 2-0, og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var ekki með liðinu. Samkvæmt leikskýrslu á kvindeliga.dk var Emelíu skipt inn á hjá Köge á 56. mínútu en aftur út af á 80. mínútu, og má því gera ráð fyrir að hún hafi orðið fyrir meiðslum. Bröndby er áfram í 2. sæti með 39 stig en núna aðeins þremur stigum á undan Köge. Nordsjælland er á toppnum með 40 stig og á leik til góða við AGF í dag. Danski boltinn Belgíski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Diljá var að vanda í liði Leuven í dag þegar liðið tók á móti Standard Liege en gestirnir höfðu betur, 1-0, og komust á topp deildarinnar, í það minnsta tímabundið. Áður hafði Leuven tapað fyrir Anderlecht fyrir viku síðan. Þegar tvær umferðir eru eftir er Leuven með 35 stig í 3. sæti, Standard efst með 39 stig og Anderlecht með 38 auk þess að eiga leik til góða síðar í dag. Sveinn Aron við það að falla Sveinn Aron Guðjohnsen var á varamannabekknum hjá Hansa Rostock sem tapaði fimmta leik sínum í röð í þýsku B-deildinni, 2-1 gegn Schalke. Hansa er í fallsæti og fellur ef Wehen Wiesbaden vinnur sinn leik á morgun, við Braunschweig sem Þórir Jóhann Helgason leikur með. Hansa er einu stigi á eftir Wehen Wiesbaden en með mun verri markatölu og þyrfti að vinna Paderborn í lokaumferðinni til að forðast fall, og treysta á að Wehen Wiesbaden fái aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. Sveinn Aron hefur aðeins fengið einn leik í byrjunarliði Hansa frá því að hann var keyptur frá Elfsborg í ársbyrjun, en spilað ellefu deildarleiki. Emelíu skipt inn á og aftur út af Í Danmörku fagnaði Emelía Óskarsdóttir 2-0 sigri með Köge gegn Bröndby. Kristín Dís Árnadóttir var í byrjunarliði Bröndby en var skipt af velli í upphafi seinni hálfleiks, þegar staðan var orðin 2-0, og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var ekki með liðinu. Samkvæmt leikskýrslu á kvindeliga.dk var Emelíu skipt inn á hjá Köge á 56. mínútu en aftur út af á 80. mínútu, og má því gera ráð fyrir að hún hafi orðið fyrir meiðslum. Bröndby er áfram í 2. sæti með 39 stig en núna aðeins þremur stigum á undan Köge. Nordsjælland er á toppnum með 40 stig og á leik til góða við AGF í dag.
Danski boltinn Belgíski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira