Til hamingju, Kópavogur! Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 11. maí 2024 08:02 Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun