Búum til börn Ingibjörg Isaksen skrifar 11. maí 2024 07:01 Lög um fæðingarorlof tryggja foreldrum rétt til þess að hlúa að nýfæddu barni sínu, í dag lítur fólk á þennan rétt sem sjálfsagðan hlut en hann hefur svo sannarlega ekki alltaf verið það. Fyrir þessum rétti hefur verið barist og þar hefur Framsókn staðið vaktina í gegnum tíðina og tryggt réttindi fyrir foreldra og börn þeirra. Páll Pétursson kom með frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 og Ásmundur Einar Daðason fylgdi því eftir með frumvarpi að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof árið 2020. Aukið jafnrétti Frá því að lögin voru fyrst sett hafa þau tekið töluverðum breytingum í takt við auknar kröfur í samfélaginu um að koma til móts við fjölskyldur í landinu. Það má með sanni segja að lög um fæðingarorlof hafi verið besta tækið til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi. Merkja má áhrif laganna á stöðu kvenna á vinnumarkað og þá má segja að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til meira jafnréttis kynjanna en þegar komið var á sjálfstæðum rétti foreldra til orlofs. Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er í dag 6 mánuðir en heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris. Í dag taka feður fullan þátt í lífi og uppeldi barna sinna og gera má ráð fyrir því að lög um fæðingarorlof eigi ríkan þátt í því. Hærri greiðslur Launamunur kynjanna á vinnumarkaði er þó engu að síður staðreynd og hefur haft afleiðingar á jafnrétti kynjanna og töku feðra á fæðingarorlofi. Kallað hefur verið eftir að hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækki svo hægt sé í raun að tryggja jafnan rétt kynjanna til orlofs. Því kalli hefur nú verið svarað og er sú aðgerð einn liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að liðka fyrir kjarasamningum. Til að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og stuðla að markmið fæðingarorlofskerfisins um samvistir barna við báða foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs nái fram að ganga verða hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Greiðslurnar verða hækkaðar úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr. m.v. þann 1. apríl síðastliðinn, aftur verður upphæðin hækkuð 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og svo frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Brjótum múrinn Ríkisstjórnin hefur með þessum aðgerðum tryggt umgjörð sem tryggir barni samvistir við báða foreldra sína og gera þeim kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf með betri hætti. Nú er það landsmanna að búa til börn. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands erum við Íslendingar rétt tæplega 380 þúsund. Það er verðugt markmið að stefna að því að ná að brjóta 400.000 mannfjölda múrinn sem fyrst. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Fæðingarorlof Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Lög um fæðingarorlof tryggja foreldrum rétt til þess að hlúa að nýfæddu barni sínu, í dag lítur fólk á þennan rétt sem sjálfsagðan hlut en hann hefur svo sannarlega ekki alltaf verið það. Fyrir þessum rétti hefur verið barist og þar hefur Framsókn staðið vaktina í gegnum tíðina og tryggt réttindi fyrir foreldra og börn þeirra. Páll Pétursson kom með frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 og Ásmundur Einar Daðason fylgdi því eftir með frumvarpi að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof árið 2020. Aukið jafnrétti Frá því að lögin voru fyrst sett hafa þau tekið töluverðum breytingum í takt við auknar kröfur í samfélaginu um að koma til móts við fjölskyldur í landinu. Það má með sanni segja að lög um fæðingarorlof hafi verið besta tækið til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi. Merkja má áhrif laganna á stöðu kvenna á vinnumarkað og þá má segja að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til meira jafnréttis kynjanna en þegar komið var á sjálfstæðum rétti foreldra til orlofs. Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er í dag 6 mánuðir en heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris. Í dag taka feður fullan þátt í lífi og uppeldi barna sinna og gera má ráð fyrir því að lög um fæðingarorlof eigi ríkan þátt í því. Hærri greiðslur Launamunur kynjanna á vinnumarkaði er þó engu að síður staðreynd og hefur haft afleiðingar á jafnrétti kynjanna og töku feðra á fæðingarorlofi. Kallað hefur verið eftir að hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækki svo hægt sé í raun að tryggja jafnan rétt kynjanna til orlofs. Því kalli hefur nú verið svarað og er sú aðgerð einn liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að liðka fyrir kjarasamningum. Til að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og stuðla að markmið fæðingarorlofskerfisins um samvistir barna við báða foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs nái fram að ganga verða hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Greiðslurnar verða hækkaðar úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr. m.v. þann 1. apríl síðastliðinn, aftur verður upphæðin hækkuð 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og svo frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Brjótum múrinn Ríkisstjórnin hefur með þessum aðgerðum tryggt umgjörð sem tryggir barni samvistir við báða foreldra sína og gera þeim kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf með betri hætti. Nú er það landsmanna að búa til börn. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands erum við Íslendingar rétt tæplega 380 þúsund. Það er verðugt markmið að stefna að því að ná að brjóta 400.000 mannfjölda múrinn sem fyrst. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun