Gætu verið einhverjar vikur í næsta gos Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2024 20:09 Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir óvissu ríkja um næstu vendingar á Reykjanesi. Það gætu þó liðið einhverjar vikur fram að næsta gosi. Vísir/Einar Fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir að einhverjar vikur geti verið í næsta eldgos á Reykjanesi. Kvika haldi áfram að safnast saman í Svartsengi en reynslan síni að sífellt meiri þrýsting þurfi til að koma af stað öðru kvikuhlaupi. Endalokum eldgossins við Sundhnúksgígaröðina sem hafði staðið yfir í 54 daga var lýst yfir í gærmorgun. Kvikusöfnun heldur þó áfram og því eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi á Reykjanesi. Eldgos gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. Auki skjálftavirkni hefur mælst eftir að eldgosinu lauk. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að engin aflögun hafi mælst samfara skjálftavirkni á svæðinu í nótt. Þá hafi engar viðvaranir borist frá borholum sem hafi alltaf gefið fyrirvara fyrir eldgos til þessa. Líklega hafi orðið mjög lítið kvikuhlaup. „Þetta er það mikið magn sem er núna til staðar. Þetta hefur engin áhrif og við mældum í rauninni ekkert sig við Svartsengi í tengslum við þennan minniháttar atburð,“ sagði hún. Kristín sagði að vel gæti komið til rýminga í Grindavík á næstunni eins og Víðir Reynisson frá almannavörnum hefur sagt. Enginn viti þó hvað gerist næst. „Við erum með þessar sömu aðstæður og hafa verið á milli gosa. Við erum með töluvert magn af kviku í Svartsengi og það heldur áfram að safnast saman. Við vitum líka að það þarf alltaf meiri og meiri þrýsting til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Það er eitthvað sem við lærðum frá Kröflu,“ sagði Kristín og vísaði til Kröfluelda sem stóðu yfir í tæpan áratug á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Þetta gætu alveg orðið einhverjar vikur,“ sagði Kristín um hvenær næsta gos gæti hafist. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Endalokum eldgossins við Sundhnúksgígaröðina sem hafði staðið yfir í 54 daga var lýst yfir í gærmorgun. Kvikusöfnun heldur þó áfram og því eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi á Reykjanesi. Eldgos gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. Auki skjálftavirkni hefur mælst eftir að eldgosinu lauk. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að engin aflögun hafi mælst samfara skjálftavirkni á svæðinu í nótt. Þá hafi engar viðvaranir borist frá borholum sem hafi alltaf gefið fyrirvara fyrir eldgos til þessa. Líklega hafi orðið mjög lítið kvikuhlaup. „Þetta er það mikið magn sem er núna til staðar. Þetta hefur engin áhrif og við mældum í rauninni ekkert sig við Svartsengi í tengslum við þennan minniháttar atburð,“ sagði hún. Kristín sagði að vel gæti komið til rýminga í Grindavík á næstunni eins og Víðir Reynisson frá almannavörnum hefur sagt. Enginn viti þó hvað gerist næst. „Við erum með þessar sömu aðstæður og hafa verið á milli gosa. Við erum með töluvert magn af kviku í Svartsengi og það heldur áfram að safnast saman. Við vitum líka að það þarf alltaf meiri og meiri þrýsting til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Það er eitthvað sem við lærðum frá Kröflu,“ sagði Kristín og vísaði til Kröfluelda sem stóðu yfir í tæpan áratug á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Þetta gætu alveg orðið einhverjar vikur,“ sagði Kristín um hvenær næsta gos gæti hafist.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52