MAST olli Brúneggjum tjóni en RÚV sýknað Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 15:43 Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en dæmdi Matvælastofnun til skaðabótaábyrgðar í dag í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað stofnanirnar tvær í málinu. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Fyrirtækið var í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Bjarna Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félögin Bala ehf. og Geysi-Fjárfestingafélag ehf. Landsréttur dæmdi MAST til skaðabótaábyrgðar í málinu, og þá er stofnuninni einnig gert að greiða Bala annars vegar og Geysi hins vegar fjórar milljónir hvoru um sig. Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. Í dómnum segir að augljóst sé að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Slá megi því föstu að afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar hafi orsakað þetta hrun. Sérstaklega er minnst á nokkur ummæli yfirdýralæknis MAST sem að mati dómsins féll ekki innan hlutverks stofnunarinnar. Sú háttsemi var ólögmæt og saknæm samkvæmt Landsrétti. Ummælin eru eftirfarandi: „Það verður að segjast eins og er að það er ekkert bú í líkingu við Brúnegg. Víða er pottur brotinn, en, en ekki í þessum mæli.“ „Aðgerðum gegn Brúneggjum er ekki lokið. Við erum ennþá með fyrirtækið í, ja, ég ætla nú ekki að segja gjörgæslu, en, en við erum að fylgjast mjög vel með því.“ „Það kemur mér virkilega á óvart að menn skuli ekki bregðast við kröfum um úrbætur sem að opinber stofnun gerir á þá. Heldur gefi sig ekki fyrr en í fulla hnefana þegar á að fara að beita hörðustu þvingunum sem að, sem að til eru.“ Um umfjöllun Kastljóss segir Landsréttur að ekki verði séð að hún hafi verið efnislega röng, ekki haft fréttagildi eða erindi við almenning. Að því virtu þótti ekki hafa verið fært sönnur á að RÚV hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Umfjöllun Kastljóss um Brúneggjamálið svokallaða vakti mikla athygli á sínum tíma. Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaun fyrir þátt sinni í umfjölluninni árið 2017. Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Fyrirtækið var í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Bjarna Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félögin Bala ehf. og Geysi-Fjárfestingafélag ehf. Landsréttur dæmdi MAST til skaðabótaábyrgðar í málinu, og þá er stofnuninni einnig gert að greiða Bala annars vegar og Geysi hins vegar fjórar milljónir hvoru um sig. Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. Í dómnum segir að augljóst sé að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Slá megi því föstu að afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar hafi orsakað þetta hrun. Sérstaklega er minnst á nokkur ummæli yfirdýralæknis MAST sem að mati dómsins féll ekki innan hlutverks stofnunarinnar. Sú háttsemi var ólögmæt og saknæm samkvæmt Landsrétti. Ummælin eru eftirfarandi: „Það verður að segjast eins og er að það er ekkert bú í líkingu við Brúnegg. Víða er pottur brotinn, en, en ekki í þessum mæli.“ „Aðgerðum gegn Brúneggjum er ekki lokið. Við erum ennþá með fyrirtækið í, ja, ég ætla nú ekki að segja gjörgæslu, en, en við erum að fylgjast mjög vel með því.“ „Það kemur mér virkilega á óvart að menn skuli ekki bregðast við kröfum um úrbætur sem að opinber stofnun gerir á þá. Heldur gefi sig ekki fyrr en í fulla hnefana þegar á að fara að beita hörðustu þvingunum sem að, sem að til eru.“ Um umfjöllun Kastljóss segir Landsréttur að ekki verði séð að hún hafi verið efnislega röng, ekki haft fréttagildi eða erindi við almenning. Að því virtu þótti ekki hafa verið fært sönnur á að RÚV hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Umfjöllun Kastljóss um Brúneggjamálið svokallaða vakti mikla athygli á sínum tíma. Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaun fyrir þátt sinni í umfjölluninni árið 2017.
Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira