Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Jón Þór Stefánsson skrifar 8. maí 2024 23:40 Ástþór Magnússon telur alvarlega stöðu komna upp fari Facebook að skipta sér af kosningum á Íslandi. Vísir/Vilhelm Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. Ástþór greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Hann segir þessar fregnir vera mikið áfall fyrir kosningabaráttu hans enda hefur miklum fjármunum verið varið í að auglýsa hann á Facebook. Samkvæmt gögnum frá Meta, móðurfélagi Facebook og Instagram, hefur rúmum sex milljónum króna verið eytt í að auglýsa framboðssíðuna á samfélagsmiðlum. „Það hefur verið talað um það að ég hafi auglýst mest af öllum, fyrir milljónir króna. Þannig þetta er auðvitað mikið áfall,“ segir Ástþór. „Ástæðurnar sem okkur eru gefnar eru út í hött. Það er bara bullshit.“ Að sögn Ástþórs hefur hann ekki getað fengið svör frá Meta um það hvers vegna þessar ákvarðanir hafi verið teknar. „Þau segja bara að skipun hafi komið að ofan, og þau vita ekki ástæðuna.“ Alvarleg afskipti af íslenskum kosningum Með þessu er alvarleg staða komin upp að sögn Ástþórs. Þarna séu Bandaríkin að skipta sér af kosningabaráttu á Íslandi. „Það er mín skoðun að Bandarísk stjórnvöld eru að reyna að þagga niður framboðið því ég er að gagnrýna þessi vopnakaup. Það held ég að sé ástæðan,“ segir Ástþór sem fullyrðir að það liggi fyrir að mikil tengsl séu á milli Meta og bandarískra stjórnvalda. Facebook sé ekki óháð þeim þrátt fyrir að vera einkafyrirtæki. „Það hefur verið mikil umræða um það hvernig Bandaríkin hafa verið að blanda sér í kosningar í öðrum löndum. Rússar og Kínverjar hafa verið vændir um að blanda sér í kosningar í Bandaríkjunum. Þarna sérðu hvernig Bandaríkin eru að blanda sér í kosningar á Íslandi. Ástþór minnist á hugmynd sem hann hefur lagt til í kosningabaráttu sinni: Að stofnaður verði íslenskur samfélagsmiðill. „Fjölmiðlarnir ættu bara að fara saman í átak með einkaaðilum, forritunarfyrirtækjum og gera þetta,“ segir hann. „Það þarf bara að kasta þessu fyrirtæki út á haf. Þetta kristallast nú fyrir framan augun á okkur hvernig þetta er að stýra umræðunni.“ Kosningabaráttan ónýt ef skellt er í lás og slá Ekki er rukkað fyrir auglýsingarnar fyrir birtingu heldur jafnóðum, útskýrir Ástþór. Hann segist því ekki hafa borgað fyrir auglýsingar sem eiga eftir að birtast. Þrátt fyrir það segir hann áfallið fjárhagslegt að einhverju leiti. „Þegar maður er búinn að leggja milljónir króna í að kynna framboðið, og svo er fótunum kippt svona undan manni þegar það er stutt í kosningar þá er verið að eyðileggja allt sem er búið að byggja upp,“ segir Ástþór. „Ég er búinn að vera byggja upp ákveðinn takt. Kosningabaráttan er í raun ónýt ef það er lokað á þetta allt í einu.“ Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir Ástþór sannfærður um að verða sjöundi forsetinn Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri. 26. apríl 2024 17:00 Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6. maí 2024 16:58 Svona var Pallborðið með Arnari Þór, Ásdísi Rán og Ástþóri Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 26. apríl 2024 11:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Ástþór greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Hann segir þessar fregnir vera mikið áfall fyrir kosningabaráttu hans enda hefur miklum fjármunum verið varið í að auglýsa hann á Facebook. Samkvæmt gögnum frá Meta, móðurfélagi Facebook og Instagram, hefur rúmum sex milljónum króna verið eytt í að auglýsa framboðssíðuna á samfélagsmiðlum. „Það hefur verið talað um það að ég hafi auglýst mest af öllum, fyrir milljónir króna. Þannig þetta er auðvitað mikið áfall,“ segir Ástþór. „Ástæðurnar sem okkur eru gefnar eru út í hött. Það er bara bullshit.“ Að sögn Ástþórs hefur hann ekki getað fengið svör frá Meta um það hvers vegna þessar ákvarðanir hafi verið teknar. „Þau segja bara að skipun hafi komið að ofan, og þau vita ekki ástæðuna.“ Alvarleg afskipti af íslenskum kosningum Með þessu er alvarleg staða komin upp að sögn Ástþórs. Þarna séu Bandaríkin að skipta sér af kosningabaráttu á Íslandi. „Það er mín skoðun að Bandarísk stjórnvöld eru að reyna að þagga niður framboðið því ég er að gagnrýna þessi vopnakaup. Það held ég að sé ástæðan,“ segir Ástþór sem fullyrðir að það liggi fyrir að mikil tengsl séu á milli Meta og bandarískra stjórnvalda. Facebook sé ekki óháð þeim þrátt fyrir að vera einkafyrirtæki. „Það hefur verið mikil umræða um það hvernig Bandaríkin hafa verið að blanda sér í kosningar í öðrum löndum. Rússar og Kínverjar hafa verið vændir um að blanda sér í kosningar í Bandaríkjunum. Þarna sérðu hvernig Bandaríkin eru að blanda sér í kosningar á Íslandi. Ástþór minnist á hugmynd sem hann hefur lagt til í kosningabaráttu sinni: Að stofnaður verði íslenskur samfélagsmiðill. „Fjölmiðlarnir ættu bara að fara saman í átak með einkaaðilum, forritunarfyrirtækjum og gera þetta,“ segir hann. „Það þarf bara að kasta þessu fyrirtæki út á haf. Þetta kristallast nú fyrir framan augun á okkur hvernig þetta er að stýra umræðunni.“ Kosningabaráttan ónýt ef skellt er í lás og slá Ekki er rukkað fyrir auglýsingarnar fyrir birtingu heldur jafnóðum, útskýrir Ástþór. Hann segist því ekki hafa borgað fyrir auglýsingar sem eiga eftir að birtast. Þrátt fyrir það segir hann áfallið fjárhagslegt að einhverju leiti. „Þegar maður er búinn að leggja milljónir króna í að kynna framboðið, og svo er fótunum kippt svona undan manni þegar það er stutt í kosningar þá er verið að eyðileggja allt sem er búið að byggja upp,“ segir Ástþór. „Ég er búinn að vera byggja upp ákveðinn takt. Kosningabaráttan er í raun ónýt ef það er lokað á þetta allt í einu.“
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir Ástþór sannfærður um að verða sjöundi forsetinn Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri. 26. apríl 2024 17:00 Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6. maí 2024 16:58 Svona var Pallborðið með Arnari Þór, Ásdísi Rán og Ástþóri Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 26. apríl 2024 11:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Ástþór sannfærður um að verða sjöundi forsetinn Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri. 26. apríl 2024 17:00
Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6. maí 2024 16:58
Svona var Pallborðið með Arnari Þór, Ásdísi Rán og Ástþóri Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 26. apríl 2024 11:40