Björn Leví segir Harald hafa fundið skálkaskjól í orðum Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 16:45 Björn Leví spurði Bjarna hvernig honum liði, með að hafa átt stóran þátt í máli með að blessa gjafagjörning Haraldar Johnnessen? vísir Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu spurði Björn Leví Gunnarsson Pírati Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvernig honum liði með að bera óbeint ábyrgð á gjafagjörningi Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra. Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent