Þrír dæmigerðir dagar skemmtiferðaskipafarþega í júlí Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 9. maí 2024 09:00 Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu. Nýverið birtist frétt á vef FF7, sem fjallar um erindi þjóðgarðsvarðar Þingvallarþjóðgarðs, Einars Á. E. Sæmundsen, um þá þróun og aukningu ferðamanna sem fylgt hefur auknum komum farþegaskipa. Þar lýsir Einar yfir áhyggjum af álagi af völdum skipanna og nefnir að þegar það sé hvað mest, sé tilfinningin á við að skipin leggi að bryggju hjá þeim í Þingvallarvatni. Þarna fer hljóð og mynd ekki alveg saman við þær upplýsingar sem hagaðilar Cruise Iceland hafa enda státar geirinn af góðu skipulagi og fjöldi gesta frá þeim er aðeins lítið brot heildarinnar í ferðaþjónustu landsins. Farþegar skemmtiferðaskipanna fara yfirleitt í ferðir sem hafa verið bókaðar með mjög löngum fyrirvara, algengur fyrirvari er 2-3 ár. Það þýðir að þegar rúta með farþegum af skemmtiferðaskipi mætir á Þingvelli liggur fyrir hve margar rútur flytja farþegana, hve marga leiðsögumenn þarf, hvaða leiðsögn eða afþreying hefur verið bókuð á staðnum og hve margir borða mat á áfangastaðnum – og allt er þetta löngu bókað þegar ferðamennirnir mæta. Fyrirsjáanleikinn er mikill fyrir starfsfólk þjóðgarðsins sem og aðra þjónustuaðila í ferðaþjónustu. Farþegar af skipum aðeins lítill hluti Þingvallarfara Ljóst er að með aukinni komu skemmtiferðaskipa fylgja vissulega auknar heimsóknir í þjóðgarðinn á Þingvöllum, sem hefur lengi verið einn aðal viðkomustaður ferðamanna sem koma til landsins og þjóðarstolt Íslendinga. Í erindi sínu talar Einar um að mælingar sýni almenna ánægju gesta við komuna í þjóðgarðinn skv. niðurstöðum meistararannsóknar Jónu Kolbrúnar Sigurjónsdóttur frá árinu 2021, sem er auðvitað afar ánægjulegt. Þá stiklar hann á stóru yfir tölur Þingvallarþjóðgarðs, en í hverjum mánuði fari um 150-200 þúsund manns niður Almannagjá og þar af flestir í júlí. Ef marka má þessar tölur Þingvallarþjóðgarðs gerir þetta að meðaltali 5.000-7.000 gesti á dag þegar mest lætur. Ef til vill getum við ályktað sem svo að að hlutfall farþega skemmtiferðaskipa af fjölda gesta sé að jafnaði í kringum 13%, samkvæmt nýrri samantekt Cruise Iceland á farþegafjölda og skemmtiferða innalands frá síðasta ári. Júlí er augljóslega vinsælasti mánuðurinn á Íslandi, líka fyrir farþega skemmtiferðaskipa, en jafnvel þótt við tækjum þrjá vel bókaða daga í júlí sem dæmi þá eru skemmtiferðaskipa farþegar á Þingvöllum í mesta lagi ná 27% af fjölda gesta á Þingvöllum. Einn mest bókaði dagurinn 2024 er 22. júlí í Reykjavík og byggir það á bókunum ferða frá þremur farþegaskipum. Saman eru þessi skip með 7160 farþega og af þeim fara 1778 í löngu skipulagða ferð á Þingvelli. Ef við miðum við nokkuð jafnt álag hvern dag í þjóðgarðinum þá næðum við þessum 27% í hlutdeild gesta úr skemmtiferðaskipum. Það má hins vegar vel færa rök fyrir því að álagið dreifist almennt ekki svo jafnt í þjóðgarðinum og hlutfallið sé því í raun lægra. Samkvæmt farþegaspá ISAVIA þá er t.d. júlí næst stærsti mánuðurinn í fluginu í ár þar sem gert er ráð fyrir 287 þúsund farþegum, eða svipað mörgum og koma yfir allt árið með skemmtiferðaskipum. Tveir aðrir dagar í júlí leiða svipað í ljós. Þann 16. júlí koma 4.418 farþegar með tveimur skipum en í þeim hópi fara 713 í skipulagða ferð á Þingvelli, það væru 10,7% miðað áætluð efri mörk gesta á Þingvöllum. Þann 7. júlí koma svo þrjú minni skip með, 170 farþega, 530 farþega og 930 farþega skip. Í þeim hópi fara sem dæmi 25 gestir til Þingvalla á bilinu 08:45 til 09:45. Þessi þrjú dæmi eru ákveðinn leikur að tölum en þeim er ætla að sýna fyrst og fremst fram á tvennt; að farþegar skemmtiferðaskipa eru klárlega ekki þeir sem valda álaginu á ferðamannastað eins og Þingvöllum enda í algjörum minnihluta gesta dagsins, og ekki síður að þetta eru einu farþegarnir sem mjög auðvelt er að stýra enda eru þeir bókaðir allan daginn með löngum fyrirvara. Þetta er ákjósanleg staða fyrir alla ferðaþjónustuna, ekki bara skemmtiferðaskipageirann, þ.e. að vita hver er hvar og hvenær. En það er fleira sem skiptir máli – ef við skoðum þessa þrjá mismunandi júlídaga á Íslandi m.t.t. skemmtiferðaskipanna. Þann 6. júlí eru í þessum þremur skipum sem koma þann dag eru 277 gestir bókaðir í svokallaðar Post og Pre ferðir. Til viðbótar eru ferðir í Sky Lagoon, bátsferðir í t.d. hvalaskoðun, Reykjavíkurferðir, Reykjanesferðir jeppaferðir og hestaferðir. Alls eru bókanir í ferðir þennan dag 682 til viðbótar – til hagsbóta fyrir þjónustuveitendur á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund hve miklu máli slíkar bókanir skipta fyrir áfangastaði á landsbyggðinni, en næstum öll fara þessi skip í aðrar hafnir við Ísland. Af 5100 farþegum 16. júlí fara 713 í ferð á Þingvelli 16. júlí er dálítið öðruvísi dagur. Þá koma bara tvö skip sem bæði eru nokkuð stór og taka 2550 farþega hvort um sig. 570 manns fara úr þessum skipum Gullna hringinn, það eru sex rútur og dreifast ferðirnar á milli 07:00, 08:30, 08:15, 08:45 og 13:30 á Þingvelli. Aldrei eru fleiri en u.þ.b. 300 manns á hverjum tíma á Þingvöllum, frá skemmtiferðaskipum. Þennan dag er einnig farið í fleiri ferðir, Reykjanesferðir (435 manns), Reykjavíkurferðir (1300 manns), Suðurlandsferðir (95 manns), lónsferðir (Sky Lagoon og Bláa lónið (535 manns)), bátsferðir (260 manns), jeppaferðir (28 manns), jöklaferðir (73 manns), þyrluferðir (12 manns) og Tuk Tuk ferðir (12 manns). Þennan dag fara því að hámarki 713 farþegar á Þingvelli eins og áður segir. Það má vera ljóst af upptalningunni að dagurinn er fjölbreyttur og framboð afþreyingar sömuleiðis. Álagsstýringin er því allveruleg – skipin vita nákvæmlega hvar hver farþegi er. 22. júlí koma þrjú skip sem saman geta borið 7250 farþega sem er nærri því hámarki sem Faxaflóahafnir miða við. Í skipi eitt fara 450 manns á Þingvelli (Gullna Hringinn) í tveimur hollum; eitt um morgun og annað í eftirmiðdaginn, mest 250 ferðamenn í einu holli. Í skipi tvö fara 628 farþegar í Þingvallaferð á níu mismunandi brottfarartímum sem fyrir Þingvelli teygjast með jöfnu millibili frá 09:15 til 18:15, en í þeim hollum eru mest 130 farþegar frá skemmtiferðaskipunum á hverjum tíma á Þingvöllum. Skip þrjú kemur í höfn í eftirmiðdaginn og hámark 700 farþegar fara úr því skipi í ferð sem kemur við á Þingvöllum. Þessir farþegar koma þangað í eftirmiðdaginn í tveimur 350 manna hollum (14 rútur). Þetta er jafnframt stærsti dagurinn þar sem 1778 farþegar koma við á Þingvöllum frá morgni til kvölds og dreifast mjög jafnt yfir daginn. Svona getur því úrvalið fyrir farþega í skemmtiferðaskipi litið út á dæmigerðum stórum júlídegi: Reykjanes ferðir – 40 manns – brottfarir úr skipi klukkan 07:30 Reykjavíkur ferðir – 320 manns – brottfarir úr skipi klukkan 09:30, 13:45, 16:15 Suðurlandsferðir – 16 manns – brottför úr skipi klukkan 07:30 Baðferðir – (Bláa Lónið/Secret Lagoon/Hvammsvík) – 406 manns – brottfarir klukkan 07:30, 08:30, 09:45, 11:45, 12:45, 13:15, 13:30, 13:45, 17:15 Bátsferðir – 80 manns – brottför úr skipi klukkan 12:30 Borgarfjörður / Jöklaferðir – 80 manns – brottför úr skipi klukkan 08:45, 10:00 Jeppaferðir - 30 manns - brottför úr skipi 11:30 Þyrluferðir - 6 manns - brottför úr skipi 09.20 Snorkling – 6 manns - brottför úr skipi 10:30 Hestaferðir - 36 manns - brottför úr skipi 09:30, 13:30 Gönguferðir - 72 manns - brottför úr skipi 11:00, 11:15, 14:00, 14:45 Varðveiting náttúru og sjálfbærni Ef auka á sjálfbærni í ferðaþjónustu verður að byggja ákvarðanir á gögnum. Á grunni gagna er hægt að renna styrkari stoðum undir efnahag þjóðarinnar en þar hafa tíðar komur skemmtiferðaskipa spilað stórt hlutverk sem sveiflujafnari á sama tíma og ferðaþjónustan á í vök að verjast vegna ósanngjarnrar og rangrar erlendrar umfjöllunar um eldsumbrot á Reykjanesi. Frá sjónarhóli Þjóðgarðsvarðar og okkar hinna er ljóst að tímarnir breytast vissulega og að nýtt umhverfi kallar á breytta nálgun og mögulega einhverjar fórnir. Fullkomin stjórn á miklum minnihluta ferðamanna í þjóðgarði okkar allra er varla stóra verkefnið í álagsstýringu á vinsæla ferðamannastaði – miklu frekar þarf að skoða hvernig við stýrum hinum 87% ferðamanna sem þangað koma líka. Þótt það hafi verið gott að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á góðum sumardegi, kann að vera enn betra að sjá þjóðfélagið blómstra með fjölbreyttara atvinnulífi. Ferðaþjónusta er undirstöðu atvinnugrein þjóðarinnar og eins og sjá má af ofangreindri upptalningu þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hve mörg okkar koma að því að upplifun hvers ferðamanns sé sem best. Við virðumst vera góð í þessu, sem er kannski ekki að undra enda ferðumst við sjálf mikið erlendis og vitum hvað við viljum. Höfundur er talsmaður Cruise Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Hafnarmál Ingvar Örn Ingvarsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu. Nýverið birtist frétt á vef FF7, sem fjallar um erindi þjóðgarðsvarðar Þingvallarþjóðgarðs, Einars Á. E. Sæmundsen, um þá þróun og aukningu ferðamanna sem fylgt hefur auknum komum farþegaskipa. Þar lýsir Einar yfir áhyggjum af álagi af völdum skipanna og nefnir að þegar það sé hvað mest, sé tilfinningin á við að skipin leggi að bryggju hjá þeim í Þingvallarvatni. Þarna fer hljóð og mynd ekki alveg saman við þær upplýsingar sem hagaðilar Cruise Iceland hafa enda státar geirinn af góðu skipulagi og fjöldi gesta frá þeim er aðeins lítið brot heildarinnar í ferðaþjónustu landsins. Farþegar skemmtiferðaskipanna fara yfirleitt í ferðir sem hafa verið bókaðar með mjög löngum fyrirvara, algengur fyrirvari er 2-3 ár. Það þýðir að þegar rúta með farþegum af skemmtiferðaskipi mætir á Þingvelli liggur fyrir hve margar rútur flytja farþegana, hve marga leiðsögumenn þarf, hvaða leiðsögn eða afþreying hefur verið bókuð á staðnum og hve margir borða mat á áfangastaðnum – og allt er þetta löngu bókað þegar ferðamennirnir mæta. Fyrirsjáanleikinn er mikill fyrir starfsfólk þjóðgarðsins sem og aðra þjónustuaðila í ferðaþjónustu. Farþegar af skipum aðeins lítill hluti Þingvallarfara Ljóst er að með aukinni komu skemmtiferðaskipa fylgja vissulega auknar heimsóknir í þjóðgarðinn á Þingvöllum, sem hefur lengi verið einn aðal viðkomustaður ferðamanna sem koma til landsins og þjóðarstolt Íslendinga. Í erindi sínu talar Einar um að mælingar sýni almenna ánægju gesta við komuna í þjóðgarðinn skv. niðurstöðum meistararannsóknar Jónu Kolbrúnar Sigurjónsdóttur frá árinu 2021, sem er auðvitað afar ánægjulegt. Þá stiklar hann á stóru yfir tölur Þingvallarþjóðgarðs, en í hverjum mánuði fari um 150-200 þúsund manns niður Almannagjá og þar af flestir í júlí. Ef marka má þessar tölur Þingvallarþjóðgarðs gerir þetta að meðaltali 5.000-7.000 gesti á dag þegar mest lætur. Ef til vill getum við ályktað sem svo að að hlutfall farþega skemmtiferðaskipa af fjölda gesta sé að jafnaði í kringum 13%, samkvæmt nýrri samantekt Cruise Iceland á farþegafjölda og skemmtiferða innalands frá síðasta ári. Júlí er augljóslega vinsælasti mánuðurinn á Íslandi, líka fyrir farþega skemmtiferðaskipa, en jafnvel þótt við tækjum þrjá vel bókaða daga í júlí sem dæmi þá eru skemmtiferðaskipa farþegar á Þingvöllum í mesta lagi ná 27% af fjölda gesta á Þingvöllum. Einn mest bókaði dagurinn 2024 er 22. júlí í Reykjavík og byggir það á bókunum ferða frá þremur farþegaskipum. Saman eru þessi skip með 7160 farþega og af þeim fara 1778 í löngu skipulagða ferð á Þingvelli. Ef við miðum við nokkuð jafnt álag hvern dag í þjóðgarðinum þá næðum við þessum 27% í hlutdeild gesta úr skemmtiferðaskipum. Það má hins vegar vel færa rök fyrir því að álagið dreifist almennt ekki svo jafnt í þjóðgarðinum og hlutfallið sé því í raun lægra. Samkvæmt farþegaspá ISAVIA þá er t.d. júlí næst stærsti mánuðurinn í fluginu í ár þar sem gert er ráð fyrir 287 þúsund farþegum, eða svipað mörgum og koma yfir allt árið með skemmtiferðaskipum. Tveir aðrir dagar í júlí leiða svipað í ljós. Þann 16. júlí koma 4.418 farþegar með tveimur skipum en í þeim hópi fara 713 í skipulagða ferð á Þingvelli, það væru 10,7% miðað áætluð efri mörk gesta á Þingvöllum. Þann 7. júlí koma svo þrjú minni skip með, 170 farþega, 530 farþega og 930 farþega skip. Í þeim hópi fara sem dæmi 25 gestir til Þingvalla á bilinu 08:45 til 09:45. Þessi þrjú dæmi eru ákveðinn leikur að tölum en þeim er ætla að sýna fyrst og fremst fram á tvennt; að farþegar skemmtiferðaskipa eru klárlega ekki þeir sem valda álaginu á ferðamannastað eins og Þingvöllum enda í algjörum minnihluta gesta dagsins, og ekki síður að þetta eru einu farþegarnir sem mjög auðvelt er að stýra enda eru þeir bókaðir allan daginn með löngum fyrirvara. Þetta er ákjósanleg staða fyrir alla ferðaþjónustuna, ekki bara skemmtiferðaskipageirann, þ.e. að vita hver er hvar og hvenær. En það er fleira sem skiptir máli – ef við skoðum þessa þrjá mismunandi júlídaga á Íslandi m.t.t. skemmtiferðaskipanna. Þann 6. júlí eru í þessum þremur skipum sem koma þann dag eru 277 gestir bókaðir í svokallaðar Post og Pre ferðir. Til viðbótar eru ferðir í Sky Lagoon, bátsferðir í t.d. hvalaskoðun, Reykjavíkurferðir, Reykjanesferðir jeppaferðir og hestaferðir. Alls eru bókanir í ferðir þennan dag 682 til viðbótar – til hagsbóta fyrir þjónustuveitendur á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund hve miklu máli slíkar bókanir skipta fyrir áfangastaði á landsbyggðinni, en næstum öll fara þessi skip í aðrar hafnir við Ísland. Af 5100 farþegum 16. júlí fara 713 í ferð á Þingvelli 16. júlí er dálítið öðruvísi dagur. Þá koma bara tvö skip sem bæði eru nokkuð stór og taka 2550 farþega hvort um sig. 570 manns fara úr þessum skipum Gullna hringinn, það eru sex rútur og dreifast ferðirnar á milli 07:00, 08:30, 08:15, 08:45 og 13:30 á Þingvelli. Aldrei eru fleiri en u.þ.b. 300 manns á hverjum tíma á Þingvöllum, frá skemmtiferðaskipum. Þennan dag er einnig farið í fleiri ferðir, Reykjanesferðir (435 manns), Reykjavíkurferðir (1300 manns), Suðurlandsferðir (95 manns), lónsferðir (Sky Lagoon og Bláa lónið (535 manns)), bátsferðir (260 manns), jeppaferðir (28 manns), jöklaferðir (73 manns), þyrluferðir (12 manns) og Tuk Tuk ferðir (12 manns). Þennan dag fara því að hámarki 713 farþegar á Þingvelli eins og áður segir. Það má vera ljóst af upptalningunni að dagurinn er fjölbreyttur og framboð afþreyingar sömuleiðis. Álagsstýringin er því allveruleg – skipin vita nákvæmlega hvar hver farþegi er. 22. júlí koma þrjú skip sem saman geta borið 7250 farþega sem er nærri því hámarki sem Faxaflóahafnir miða við. Í skipi eitt fara 450 manns á Þingvelli (Gullna Hringinn) í tveimur hollum; eitt um morgun og annað í eftirmiðdaginn, mest 250 ferðamenn í einu holli. Í skipi tvö fara 628 farþegar í Þingvallaferð á níu mismunandi brottfarartímum sem fyrir Þingvelli teygjast með jöfnu millibili frá 09:15 til 18:15, en í þeim hollum eru mest 130 farþegar frá skemmtiferðaskipunum á hverjum tíma á Þingvöllum. Skip þrjú kemur í höfn í eftirmiðdaginn og hámark 700 farþegar fara úr því skipi í ferð sem kemur við á Þingvöllum. Þessir farþegar koma þangað í eftirmiðdaginn í tveimur 350 manna hollum (14 rútur). Þetta er jafnframt stærsti dagurinn þar sem 1778 farþegar koma við á Þingvöllum frá morgni til kvölds og dreifast mjög jafnt yfir daginn. Svona getur því úrvalið fyrir farþega í skemmtiferðaskipi litið út á dæmigerðum stórum júlídegi: Reykjanes ferðir – 40 manns – brottfarir úr skipi klukkan 07:30 Reykjavíkur ferðir – 320 manns – brottfarir úr skipi klukkan 09:30, 13:45, 16:15 Suðurlandsferðir – 16 manns – brottför úr skipi klukkan 07:30 Baðferðir – (Bláa Lónið/Secret Lagoon/Hvammsvík) – 406 manns – brottfarir klukkan 07:30, 08:30, 09:45, 11:45, 12:45, 13:15, 13:30, 13:45, 17:15 Bátsferðir – 80 manns – brottför úr skipi klukkan 12:30 Borgarfjörður / Jöklaferðir – 80 manns – brottför úr skipi klukkan 08:45, 10:00 Jeppaferðir - 30 manns - brottför úr skipi 11:30 Þyrluferðir - 6 manns - brottför úr skipi 09.20 Snorkling – 6 manns - brottför úr skipi 10:30 Hestaferðir - 36 manns - brottför úr skipi 09:30, 13:30 Gönguferðir - 72 manns - brottför úr skipi 11:00, 11:15, 14:00, 14:45 Varðveiting náttúru og sjálfbærni Ef auka á sjálfbærni í ferðaþjónustu verður að byggja ákvarðanir á gögnum. Á grunni gagna er hægt að renna styrkari stoðum undir efnahag þjóðarinnar en þar hafa tíðar komur skemmtiferðaskipa spilað stórt hlutverk sem sveiflujafnari á sama tíma og ferðaþjónustan á í vök að verjast vegna ósanngjarnrar og rangrar erlendrar umfjöllunar um eldsumbrot á Reykjanesi. Frá sjónarhóli Þjóðgarðsvarðar og okkar hinna er ljóst að tímarnir breytast vissulega og að nýtt umhverfi kallar á breytta nálgun og mögulega einhverjar fórnir. Fullkomin stjórn á miklum minnihluta ferðamanna í þjóðgarði okkar allra er varla stóra verkefnið í álagsstýringu á vinsæla ferðamannastaði – miklu frekar þarf að skoða hvernig við stýrum hinum 87% ferðamanna sem þangað koma líka. Þótt það hafi verið gott að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á góðum sumardegi, kann að vera enn betra að sjá þjóðfélagið blómstra með fjölbreyttara atvinnulífi. Ferðaþjónusta er undirstöðu atvinnugrein þjóðarinnar og eins og sjá má af ofangreindri upptalningu þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hve mörg okkar koma að því að upplifun hvers ferðamanns sé sem best. Við virðumst vera góð í þessu, sem er kannski ekki að undra enda ferðumst við sjálf mikið erlendis og vitum hvað við viljum. Höfundur er talsmaður Cruise Iceland.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun