Þar sem er reykur þar er… Árni Guðmundsson skrifar 8. maí 2024 15:00 Félagmiðstöðvar eru merkilegar stofnanir. Menntastofnanir í allra víðtækasta skilning þess orðs. Öruggur staður þar sem ungmennin geta unnið að alskyns hugðarefnum eða bara spjallað saman. Við sem starfseminni tengjumst verðum þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá ungmenni blómstra hvert á sinn hátt og á sínum forsendum. Ungmennin eru að fóta sig í þeirri mikilvægu og vandasömu vegferð að verða fullorðinn. Sjálfsefling (e.empowerment) og virk þátttaka á lýðræðislegum forsendum (e. citizenship) eru grunnhugtök í starfseminni. Félagsmiðstöðvar hafa stóran faðm og innan þeirra er rými fyrir ungmenni til þess að gera og sinna alskonar. Tjáning, samskipti, samvinna, fræðsla og sköpun í ýmsu formi, byggt á frumkvæði eða óskum ungmennanna er gott veganesti út í lífið. En félagsmiðstöðvarnar eru ekki einungis uppeldisstofnanir, þær eru ekki síður öryggisventill. Starfsfólk félagsmiðstöðva þekkir vel umhverfi ungmenna, sér, heyrir og eða eru upplýst af ungmennunum þar um. Félagsmiðstöðvar eru því eins og „undanfarar“ í björgunarsveitum, eru fyrstar á staðinn og það sem meira er verða oft fyrst vör við yfirvofandi ógn eða vá. Því var svo sannarlega að skipta þegar að mér barst til eyrna frá starfsmanni í félagsmiðstöð að margir áfengisframleiðendur/salar væru ítrekað, með öllum tiltækum ráðum, að reyna að koma sér fyrir á samfélagsmiðlasíðum félagsmiðstöðvanna. Lægra verður ekki komst í ólöglegri markaðsetningu, þessir aðilar virða engin mörk, reyna að planta sér inn í nærumhverfi ungmenna, 13- 15 ára barna. Þetta var mér tilefni til þessa að gera stutta könnun meðal félagsmiðstöðva um ástandið almennt. Einstaklingar frá 30 félagsmiðstöðvum sendu inn svör. Þó svo að fjöldinn sé ekki mikill, þá má fastlega gera ráð fyrir því að svörin endurspegli þá umræðu sem á sér stað meðal starfsmanna í viðkomandi félagsmiðstöðvum (áætl. 150-200 manns). Þessu könnun gefur hins vegar tilefni til frekari rannsóknar á sviðinu en fyllsta ástæða er til þess að taka þær sterku vísbendingar sem hér koma fram af fyllstu alvöru. Það kemur meðal annars fram að opnunartími félagsmiðstöðva hefur víða minnkað á sama tíma og hópamyndanir í hverfum hafa aukist. Hópamyndun víða er þegar mikil mati aðspurðra. Hún hefur aukist nokkuð eða mjög mikið s.l. 6-18 mánuði, eins og fram kemur á myndunum hér að neðan. Þrátt fyrir ítarlega excel útreikninga um „sparnað“ í þjónustu félagsmiðstöðvanna þá hverfa unglingarnir ekki við það , þau fara bara annað, eins og dæmin sanna. Oft í umhverfi sem hvorki er öruggt né uppbyggilegt, eins og niðurstöður sýna. Þetta eru ekki góðar aðstæður fyrir ungmenni og á mjög sennilega einhvern þátt í aukinni áfengisdrykkju ungmenna sem vart hefur orðið við eins og nánar verður vikið að. Annar veigamikill þáttur, að mínu mati, er að þetta umhverfi, þessi skerðing, skapar enn frekari forsendur fyrir þá aðila sem sjá börn sem hluta af áfengismarkaðnum. Algjörlega eftirlitslaust umhverfi ungmenna fjarri hinum fullorðnu er kjörlendi fyrir slíka aðila og marga aðra sem við viljum ekki sjá sem hluta af tilveru barna. Nú þegar dynur af miklum þunga alskyns áfengisáróður á börnum, í raun og rafrænu umhverfi, bæði í formi beinna og óbeinna áfengisauglýsinga. Áfengisframleiðendur/salar eyða gígantískum fjárhæðum í að normalisera áfengisneyslu. Börn geta hvergi um frjálst höfuð strokið. Það kemur því ekki á óvart að áfengisneyslu barnanna (13-15 ára) hafi aukist, og aukist mjög verulega, að mati 60.9 % aðspurðra, sem eru sláandi vísbendingar um hvert við stefnum. Þegar að spurt var um hvar ungmenni nálgist áfengi þá kemur afar skýrt fram að (erlend) netsala áfengis (ólögleg smásala) er nú þegar orðin stór aðili á þessum „markaði“ og hefur auk þess einhverskonar forgjöf frá yfirvöldum, fyrirtækin eru látin algerlega óáreitt meðan að landasalarnir eru stundum gripnir? 30% barna nálgast áfengi í gegnum netsölur sem auk þess eru kolólöglegar sbr. áfengislög. Annað athyglivert er sá fjöldi 13-15 ára barna er nálgast áfengi í gegnum systkini eða ættingja. Það liggur því miður í hlutarins eðli að ungmennum í áhættuhópum fjölgi þegar að neysla eykst. Næstu tvær myndir sýna sterkar vísbendingar um að sú er raunin. Af þessu er ljóst að ástandið er ekki gott. Okkur sem samfélagi tekst ekki að búa börnum nægilega öruggt umhverfi og vernd gegn öflum sem hafa engin önnur markið en ítrustu gróðasjónarmið. Áfengisiðnaðurinn og eða áfengissalar geta því huggað sig við það að þeim er að takast það sem flest allir aðrir hafa varað við. Að stuðla að aukinni áfengisdrykkju meðal barna eins og þessar niðurstöður benda ótvírætt til. Smásala áfengis í gegnum net er orðin hluti af tilveru 13-15 ára barna. Þetta er gert í einhverskonar skjóli yfirvalda sem bregðast ekki við? Við hin, meirihlutinn, furðum okkur á algeru dugleysi yfirvalda til þess að standa vörð um augljós og lögvarin réttindi barna til þess að vera laus við gegndarlausan áróður og áreitni áfengisbransans. Þetta nánast algera fálæti yfirvalda hefur skapað aðstæður sem eru fullkomlega óboðlegar, ekki síst út frá barnaverndar – velferðar – og lýðheilsumarkmiðum. Á sama tíma og við drögum úr þjónustu við börnin, ungmennin, er ekkert aðhafst gagnvart ólöglegri markaðsvæðingu og ólöglegri sölu áfengis gagnvart þeim sama hóp. Lögreglan virðist vera í lengsta sumarfríi Íslandssögunnar hvað þessi málefni barna og ungmenna varðar. Á þessum forsendum byggjum við ekki siðað samfélag. Þar sem er reykur þar er eldur … og þegar að svo er þá þurfum við alvöru slökkvilið? Á þessum vettvangi er svo sannarlega rými til framfara. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og sérfræðingur í æskulýðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Félagmiðstöðvar eru merkilegar stofnanir. Menntastofnanir í allra víðtækasta skilning þess orðs. Öruggur staður þar sem ungmennin geta unnið að alskyns hugðarefnum eða bara spjallað saman. Við sem starfseminni tengjumst verðum þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá ungmenni blómstra hvert á sinn hátt og á sínum forsendum. Ungmennin eru að fóta sig í þeirri mikilvægu og vandasömu vegferð að verða fullorðinn. Sjálfsefling (e.empowerment) og virk þátttaka á lýðræðislegum forsendum (e. citizenship) eru grunnhugtök í starfseminni. Félagsmiðstöðvar hafa stóran faðm og innan þeirra er rými fyrir ungmenni til þess að gera og sinna alskonar. Tjáning, samskipti, samvinna, fræðsla og sköpun í ýmsu formi, byggt á frumkvæði eða óskum ungmennanna er gott veganesti út í lífið. En félagsmiðstöðvarnar eru ekki einungis uppeldisstofnanir, þær eru ekki síður öryggisventill. Starfsfólk félagsmiðstöðva þekkir vel umhverfi ungmenna, sér, heyrir og eða eru upplýst af ungmennunum þar um. Félagsmiðstöðvar eru því eins og „undanfarar“ í björgunarsveitum, eru fyrstar á staðinn og það sem meira er verða oft fyrst vör við yfirvofandi ógn eða vá. Því var svo sannarlega að skipta þegar að mér barst til eyrna frá starfsmanni í félagsmiðstöð að margir áfengisframleiðendur/salar væru ítrekað, með öllum tiltækum ráðum, að reyna að koma sér fyrir á samfélagsmiðlasíðum félagsmiðstöðvanna. Lægra verður ekki komst í ólöglegri markaðsetningu, þessir aðilar virða engin mörk, reyna að planta sér inn í nærumhverfi ungmenna, 13- 15 ára barna. Þetta var mér tilefni til þessa að gera stutta könnun meðal félagsmiðstöðva um ástandið almennt. Einstaklingar frá 30 félagsmiðstöðvum sendu inn svör. Þó svo að fjöldinn sé ekki mikill, þá má fastlega gera ráð fyrir því að svörin endurspegli þá umræðu sem á sér stað meðal starfsmanna í viðkomandi félagsmiðstöðvum (áætl. 150-200 manns). Þessu könnun gefur hins vegar tilefni til frekari rannsóknar á sviðinu en fyllsta ástæða er til þess að taka þær sterku vísbendingar sem hér koma fram af fyllstu alvöru. Það kemur meðal annars fram að opnunartími félagsmiðstöðva hefur víða minnkað á sama tíma og hópamyndanir í hverfum hafa aukist. Hópamyndun víða er þegar mikil mati aðspurðra. Hún hefur aukist nokkuð eða mjög mikið s.l. 6-18 mánuði, eins og fram kemur á myndunum hér að neðan. Þrátt fyrir ítarlega excel útreikninga um „sparnað“ í þjónustu félagsmiðstöðvanna þá hverfa unglingarnir ekki við það , þau fara bara annað, eins og dæmin sanna. Oft í umhverfi sem hvorki er öruggt né uppbyggilegt, eins og niðurstöður sýna. Þetta eru ekki góðar aðstæður fyrir ungmenni og á mjög sennilega einhvern þátt í aukinni áfengisdrykkju ungmenna sem vart hefur orðið við eins og nánar verður vikið að. Annar veigamikill þáttur, að mínu mati, er að þetta umhverfi, þessi skerðing, skapar enn frekari forsendur fyrir þá aðila sem sjá börn sem hluta af áfengismarkaðnum. Algjörlega eftirlitslaust umhverfi ungmenna fjarri hinum fullorðnu er kjörlendi fyrir slíka aðila og marga aðra sem við viljum ekki sjá sem hluta af tilveru barna. Nú þegar dynur af miklum þunga alskyns áfengisáróður á börnum, í raun og rafrænu umhverfi, bæði í formi beinna og óbeinna áfengisauglýsinga. Áfengisframleiðendur/salar eyða gígantískum fjárhæðum í að normalisera áfengisneyslu. Börn geta hvergi um frjálst höfuð strokið. Það kemur því ekki á óvart að áfengisneyslu barnanna (13-15 ára) hafi aukist, og aukist mjög verulega, að mati 60.9 % aðspurðra, sem eru sláandi vísbendingar um hvert við stefnum. Þegar að spurt var um hvar ungmenni nálgist áfengi þá kemur afar skýrt fram að (erlend) netsala áfengis (ólögleg smásala) er nú þegar orðin stór aðili á þessum „markaði“ og hefur auk þess einhverskonar forgjöf frá yfirvöldum, fyrirtækin eru látin algerlega óáreitt meðan að landasalarnir eru stundum gripnir? 30% barna nálgast áfengi í gegnum netsölur sem auk þess eru kolólöglegar sbr. áfengislög. Annað athyglivert er sá fjöldi 13-15 ára barna er nálgast áfengi í gegnum systkini eða ættingja. Það liggur því miður í hlutarins eðli að ungmennum í áhættuhópum fjölgi þegar að neysla eykst. Næstu tvær myndir sýna sterkar vísbendingar um að sú er raunin. Af þessu er ljóst að ástandið er ekki gott. Okkur sem samfélagi tekst ekki að búa börnum nægilega öruggt umhverfi og vernd gegn öflum sem hafa engin önnur markið en ítrustu gróðasjónarmið. Áfengisiðnaðurinn og eða áfengissalar geta því huggað sig við það að þeim er að takast það sem flest allir aðrir hafa varað við. Að stuðla að aukinni áfengisdrykkju meðal barna eins og þessar niðurstöður benda ótvírætt til. Smásala áfengis í gegnum net er orðin hluti af tilveru 13-15 ára barna. Þetta er gert í einhverskonar skjóli yfirvalda sem bregðast ekki við? Við hin, meirihlutinn, furðum okkur á algeru dugleysi yfirvalda til þess að standa vörð um augljós og lögvarin réttindi barna til þess að vera laus við gegndarlausan áróður og áreitni áfengisbransans. Þetta nánast algera fálæti yfirvalda hefur skapað aðstæður sem eru fullkomlega óboðlegar, ekki síst út frá barnaverndar – velferðar – og lýðheilsumarkmiðum. Á sama tíma og við drögum úr þjónustu við börnin, ungmennin, er ekkert aðhafst gagnvart ólöglegri markaðsvæðingu og ólöglegri sölu áfengis gagnvart þeim sama hóp. Lögreglan virðist vera í lengsta sumarfríi Íslandssögunnar hvað þessi málefni barna og ungmenna varðar. Á þessum forsendum byggjum við ekki siðað samfélag. Þar sem er reykur þar er eldur … og þegar að svo er þá þurfum við alvöru slökkvilið? Á þessum vettvangi er svo sannarlega rými til framfara. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og sérfræðingur í æskulýðsmálum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar