Anníe Mist fór í keisaraskurð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir með nýfæddum syni sínum. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist dreng í síðustu viku en hún tók þá ákvörðun að fara frekar í keisaraskurð en að fara í gegnum náttúrulega fæðingu. Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira