Þetta er úrslitatilraun til að ná samkomulagi áður en fyrsti hluti aðgerða stéttarfélaganna hefst klukkan 16 á morgun, með ótímabundnu yfirvinnubanni og þjálfunarbanni allra starfsmanna félaganna hjá Ísavía.
Á föstudagsmorgun leggur starfsfólk í öryggisleit niður vinnu frá klukkan fjögur til átta og starfsmenn í akstri með farþega á flugvellinum frá klukkan átta til hádegis.
Íslensku flugfélögin Icelandair og Play bjóða farþegum sem eiga bókað flug frá Íslandi á föstudag að flýta eða seinka flugi sínu. Farþegar sem eiga bókað á þessum dögum ættu því að fylgjast vel með fréttum og setja sig í samband við flugfélögin vilji þeir breyta flugi sínu.