Engri kirkju hollt að vera of nálægt ríkinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2024 19:30 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup þegar hún kom á Biskupsstofu að afloknu kjöri í dag. Vísir/Vilhelm Nýkjörin biskup segir þjóðkirkjuna enn eiga erindi í samfélaginu. Búið væri að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt væri enda engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup og óskaði henni til hamingju með kjörið þegar Guðrún kom á Biskupsstofu í dag. Kosið var á milli Sr. Guðrúnar sóknarprests í Grafarvogskirkju og Sr.Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju í síðari umferð biskupskjörs Úrslitin lágu fyrir í hádeginu og hlaut Guðrún 52 prósent atkvæða og Guðmundur Karl 47 prósent. Hún tekur við embættinu 1. júlí og verður síðan formlega sett í embætti með athöfn hinn 1. september. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörin biskup Íslands segir engri kirkju heilbrigt að standa allt of nálægt ríkisvaldinu.Vísir/Vilhelm „Ég á eiginlega vart til orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ sagði Guðrún eftir að starfsfólk Biskupsstofu hafði tekið henni fagnandi klukkan tvö í dag. Hún þakkar Agnesi Sigurðardóttur einnig fyrir að hafa rutt brautina fyrst kvenna í embætti biskups Íslands og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur sem fyrst kvenna varð vígslubiskup. Guðrún segir erindi þjóðkirkjunnar um kærleika Guðs og trúna á almættið alltaf eiga erindi í þjóðfélaginu. „Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi klikkar aldrei,“ segir nýkjörin biskup. Hún er sátt við þær breytingar sem Agnes hefur leitt á kirkjunni á undanförnum árum. Þjóðkirkja eigi einnig enn erindi í samfélaginu enda gert ráð fyrir henni í stjórnarskránni. „Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Ég held að það sé engri kirkju heilbrigt að vera allt of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt nú,“segir Guðrún. Agnes Sigurðardóttir hefur setið á biskupsstóli í 12 ár og var fyrst kvenna til að ná kjöri í það embætti.Vísir/Vilhelm Agnes er þakklát fyrir tólf ár á biskupsstóli og fagnar annarri konu í embættið. „Mér finnst það líka gott fyrir ásýnd kirkjunnar að á biskupafundi sitji ein kona og tveir karlar en ekki þrír karlar til dæmis. En allt þetta fólk sem gaf kost á sér til að vera biskup Íslands er mjög gott fólk. Það hefði hver sem er þeirra getað tekið við af mér út frá því. En ég fagna þessari niðurstöðu,“segir Agnes Sigurðardóttir. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup og óskaði henni til hamingju með kjörið þegar Guðrún kom á Biskupsstofu í dag. Kosið var á milli Sr. Guðrúnar sóknarprests í Grafarvogskirkju og Sr.Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju í síðari umferð biskupskjörs Úrslitin lágu fyrir í hádeginu og hlaut Guðrún 52 prósent atkvæða og Guðmundur Karl 47 prósent. Hún tekur við embættinu 1. júlí og verður síðan formlega sett í embætti með athöfn hinn 1. september. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörin biskup Íslands segir engri kirkju heilbrigt að standa allt of nálægt ríkisvaldinu.Vísir/Vilhelm „Ég á eiginlega vart til orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ sagði Guðrún eftir að starfsfólk Biskupsstofu hafði tekið henni fagnandi klukkan tvö í dag. Hún þakkar Agnesi Sigurðardóttur einnig fyrir að hafa rutt brautina fyrst kvenna í embætti biskups Íslands og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur sem fyrst kvenna varð vígslubiskup. Guðrún segir erindi þjóðkirkjunnar um kærleika Guðs og trúna á almættið alltaf eiga erindi í þjóðfélaginu. „Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi klikkar aldrei,“ segir nýkjörin biskup. Hún er sátt við þær breytingar sem Agnes hefur leitt á kirkjunni á undanförnum árum. Þjóðkirkja eigi einnig enn erindi í samfélaginu enda gert ráð fyrir henni í stjórnarskránni. „Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Ég held að það sé engri kirkju heilbrigt að vera allt of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt nú,“segir Guðrún. Agnes Sigurðardóttir hefur setið á biskupsstóli í 12 ár og var fyrst kvenna til að ná kjöri í það embætti.Vísir/Vilhelm Agnes er þakklát fyrir tólf ár á biskupsstóli og fagnar annarri konu í embættið. „Mér finnst það líka gott fyrir ásýnd kirkjunnar að á biskupafundi sitji ein kona og tveir karlar en ekki þrír karlar til dæmis. En allt þetta fólk sem gaf kost á sér til að vera biskup Íslands er mjög gott fólk. Það hefði hver sem er þeirra getað tekið við af mér út frá því. En ég fagna þessari niðurstöðu,“segir Agnes Sigurðardóttir.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
„Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22
Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12