Já, Katrín Hjálmar Sveinsson skrifar 7. maí 2024 11:00 Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun