Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2024 23:09 Lokað vegna viðhalds. Þetta skilti blasti við ferðamönnum á fjörukambinum í þorpinu Tjørnuvík á Straumey. Egill Aðalsteinsson Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. Í fréttum Stöðvar 2 var farið til Færeyja. Þorpið Tjørnuvík á Straumey þykir spennandi staður fyrir ferðmenn að heimsækja. Í fjörukambinum, við hliðina á hjólbörum, skóflum og hrífum, mætti þeim hins vegar skilti með áletruninni „Closed for Maintenance”, eða „Lokað vegna viðhalds”. Hér var í gangi verkefni Ferðamálastofu Færeyinga sem vakið hefur alþjóðaathygli. Guðrið Højgaard er framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands.Egill Aðalsteinsson „Átak sem við hófum árið 2019 þegar heimurinn tókst á við offjölgun ferðamanna. Þá vildum við færa umræðuna á það stig að ekki yrði litið á ferðamenn sem vandamál heldur sem hluta af lausninni,” segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands. Í hópi eitthundrað sjálfboðaliða sem komust að eru tveir Íslendingar. Annar þeirra, Hrafnhildur Ævarsdóttir, er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. „Já, ég tók mér frí úr vinnunni í náttúruvernd og kom yfir til Færeyja til að fara í náttúruvernd,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Ævarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, var í hópi sjálfboðaliða í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsverkefnin í ár voru á átta stöðum á sex eyjum og stóðu yfir í þrjá daga. „Sumir eru í göngustígum. Það er verið að hlaða veggi, laga girðingar. Ég er að setja upp svona tröppur og stiga. Þannig að þetta er svona sitt lítið af hverju,“ segir Hrafnhildur. „Þau koma öll til að vinna sem sjálfboðaliðar og greiða sjálf ferðakostnað sinn til Færeyja. Svo greiðum við fyrir fæði og húsnæði og það er frábært að fólk sé tilbúið að gera þetta,” segir Guðrið. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson „Það er náttúrlega einstakt að fá að heimsækja Færeyjar og mjög margir sem vilja koma. Það voru einhverjar þúsundir sem sóttu um í ár. Ætli það séu ekki hundrað sem komast að,“ segir Hrafnhildur. „Núna voru það sex þúsund manns sem sóttu um þannig að þetta eru þúsundir manna. Fólk vill gjarnan láta gott af sér leiða. Það vill skilja eitthvað jákvætt eftir sig,” segir Guðrið. En verða ferðamenn ekki svekktir að koma að lokuðum stöðum? „Nei, nei. Mjög margir þakka okkur fyrir þetta,“ svarar Hrafnhildur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Ferðalög Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið til Færeyja. Þorpið Tjørnuvík á Straumey þykir spennandi staður fyrir ferðmenn að heimsækja. Í fjörukambinum, við hliðina á hjólbörum, skóflum og hrífum, mætti þeim hins vegar skilti með áletruninni „Closed for Maintenance”, eða „Lokað vegna viðhalds”. Hér var í gangi verkefni Ferðamálastofu Færeyinga sem vakið hefur alþjóðaathygli. Guðrið Højgaard er framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands.Egill Aðalsteinsson „Átak sem við hófum árið 2019 þegar heimurinn tókst á við offjölgun ferðamanna. Þá vildum við færa umræðuna á það stig að ekki yrði litið á ferðamenn sem vandamál heldur sem hluta af lausninni,” segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands. Í hópi eitthundrað sjálfboðaliða sem komust að eru tveir Íslendingar. Annar þeirra, Hrafnhildur Ævarsdóttir, er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. „Já, ég tók mér frí úr vinnunni í náttúruvernd og kom yfir til Færeyja til að fara í náttúruvernd,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Ævarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, var í hópi sjálfboðaliða í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsverkefnin í ár voru á átta stöðum á sex eyjum og stóðu yfir í þrjá daga. „Sumir eru í göngustígum. Það er verið að hlaða veggi, laga girðingar. Ég er að setja upp svona tröppur og stiga. Þannig að þetta er svona sitt lítið af hverju,“ segir Hrafnhildur. „Þau koma öll til að vinna sem sjálfboðaliðar og greiða sjálf ferðakostnað sinn til Færeyja. Svo greiðum við fyrir fæði og húsnæði og það er frábært að fólk sé tilbúið að gera þetta,” segir Guðrið. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson „Það er náttúrlega einstakt að fá að heimsækja Færeyjar og mjög margir sem vilja koma. Það voru einhverjar þúsundir sem sóttu um í ár. Ætli það séu ekki hundrað sem komast að,“ segir Hrafnhildur. „Núna voru það sex þúsund manns sem sóttu um þannig að þetta eru þúsundir manna. Fólk vill gjarnan láta gott af sér leiða. Það vill skilja eitthvað jákvætt eftir sig,” segir Guðrið. En verða ferðamenn ekki svekktir að koma að lokuðum stöðum? „Nei, nei. Mjög margir þakka okkur fyrir þetta,“ svarar Hrafnhildur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Ferðalög Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45
Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21
Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43