Luku hundrað ára bið Noregs og það bitnaði á þjálfurunum Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 09:05 Gleðin var ósvikin hjá norsku hlaupakonunum þegar ólympíufarseðillinn var í höfn, og ekki síður þegar þær fengu að gera upp veðmálið við þjálfarana sína. Instagram/@lakeriertzgaard Þrátt fyrir að hafa ekki unnið þá fögnuðu fjórar norskar hlaupakonur allra mest á HM í boðhlaupi á Bahamaeyjum um helgina, þegar þær unnu sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Heil öld er liðin síðan að Noregur átti síðast sveit í boðhlaupi á Ólympíuleikum og það var því góð ástæða fyrir þær Josefine Tomine Eriksen, Amalie Iuel, Lakeri Ertzgaard og Henriette Jæger að fagna áfanga sínum um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lakeri Ertzgaard (@lakeriertzgaard) Þær náðu 2. sæti í sínum riðli, á 3:26,89 mínútum, með því að hafa betur í jafnri baráttu við Belgíu, og þar með voru þær komnar inn á ÓL. Bandaríkin unnu riðilinn af öryggi. Norska sveitin bætti landsmet og hún bætti það svo á ný í úrslitahlaupinu þegar hún varð í 5. sæti, á 3:26,88, en aðalánægjan fólst í því að hafa unnið sér inn farseðilinn til Parísar. View this post on Instagram A post shared by Stafettjentene🇳🇴 (@stafettlandslaget) Stelpurnar höfðu þó einnig mikla ánægju af því að vinna veðmál sem þær höfðu gert við þjálfarann Unn Merete Lie Jæger, og íþróttastjórann Erlend Slokvik. „Eigum við að segja frá því sem við notuðum aukalega til að gíra okkur upp?“ spurði Ertzgaard létt og útskýrði svo: „Við vorum með veðmál við Unn Merete og Erlend um að ef við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana á fyrsta degi þá mættum við lita hárið þeirra bleikt.“ Og það gerðu þær, rétt áður en þær hlupu svo úrslitahlaupið á enn betri tíma en áður. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu og því sem við gerðum hérna. Við komum til Bahama til að ná í hóp 12 bestu og komast á Ólympíuleikana, en förum héðan sem þær fimmtu bestu í heimi,“ sagði Iuel við VG. Bandaríska sveitin vann úrslitahlaupið á 3:21,70 mínútum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Heil öld er liðin síðan að Noregur átti síðast sveit í boðhlaupi á Ólympíuleikum og það var því góð ástæða fyrir þær Josefine Tomine Eriksen, Amalie Iuel, Lakeri Ertzgaard og Henriette Jæger að fagna áfanga sínum um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lakeri Ertzgaard (@lakeriertzgaard) Þær náðu 2. sæti í sínum riðli, á 3:26,89 mínútum, með því að hafa betur í jafnri baráttu við Belgíu, og þar með voru þær komnar inn á ÓL. Bandaríkin unnu riðilinn af öryggi. Norska sveitin bætti landsmet og hún bætti það svo á ný í úrslitahlaupinu þegar hún varð í 5. sæti, á 3:26,88, en aðalánægjan fólst í því að hafa unnið sér inn farseðilinn til Parísar. View this post on Instagram A post shared by Stafettjentene🇳🇴 (@stafettlandslaget) Stelpurnar höfðu þó einnig mikla ánægju af því að vinna veðmál sem þær höfðu gert við þjálfarann Unn Merete Lie Jæger, og íþróttastjórann Erlend Slokvik. „Eigum við að segja frá því sem við notuðum aukalega til að gíra okkur upp?“ spurði Ertzgaard létt og útskýrði svo: „Við vorum með veðmál við Unn Merete og Erlend um að ef við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana á fyrsta degi þá mættum við lita hárið þeirra bleikt.“ Og það gerðu þær, rétt áður en þær hlupu svo úrslitahlaupið á enn betri tíma en áður. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu og því sem við gerðum hérna. Við komum til Bahama til að ná í hóp 12 bestu og komast á Ólympíuleikana, en förum héðan sem þær fimmtu bestu í heimi,“ sagði Iuel við VG. Bandaríska sveitin vann úrslitahlaupið á 3:21,70 mínútum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum