Hugleiðing um sáttamiðlun Ámundi Loftsson skrifar 6. maí 2024 08:30 Til Alþingis ríkisstjórnar og allra hinna sáttfúsu. Deilur hafa lengi fylgt manninum. Þær geta komið upp innan og milli fyrirtækja, félaga, stofnana og stjórnvalda. Menn eiga í deilum af öllu tagi. Oft eru þær hatramar og leikurinn ójafn. Verkalýðsbaráttan er samfelld deilusaga og þar skapast iðulega ástand sem verður að fá utanaðkomandi lausn og lenda þá málin í sáttamiðlun hjá Ríkissáttasemjara sem hefur það eina hlutverk að sætta vinnudeilur. Ágreiningur og ósætti eru þó hversdaglegur veruleiki í mannlífinu sem oft er aldrei til lykta leiddur. Hér vantar því víðtækari sáttamiðlun. Dómstólar skera úr ágreiningsmálum, og oftast á þann veg að einn vinnur og annar tapar. Dómar eru því ekki trygging fyrir sátt og gremjan og úlfúðin halda áfram að eitra líf þeirra sem í deilum hafa átt. Dómur án sáttar getur ekki verið ásættanleg niðurstaða. Frá þessum veruleika verður að finna leið. Það er alger nauðsyn. Úrskurðarnefndir, svo góðar sem þær kunna að vera, s.s. um ágreining um tryggingabætur eða hver önnur mál, duga hér ekki. Hér þarf meira til. Það verður að koma á víðtækri sáttamiðlun. Hana ætti skipa með löggjöf og aðkomu stjórnvalda og samtökum almennings, jafnvel dómstólum. Hlutverk sáttamiðlunar yrði að hafa milligöngu um sættir í deilumálum af öllu tagi. Vart er vafa bundið að sáttamiðlun myndi í mörgum tilfellum ná árangri og setja niður deilur og koma á sáttum. Í mörgum tilfellum myndi sáttamiðlun einnig koma í veg fyrir kostnaðarsamar og tímafrekar deilur og minnka þar með álag á deiluaðila og dómstóla og spara með því stórfé. Að stuðla að sáttum myndi líka án efa bæta ástand og andrúm í samfélaginu. Ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Kjaramál Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til Alþingis ríkisstjórnar og allra hinna sáttfúsu. Deilur hafa lengi fylgt manninum. Þær geta komið upp innan og milli fyrirtækja, félaga, stofnana og stjórnvalda. Menn eiga í deilum af öllu tagi. Oft eru þær hatramar og leikurinn ójafn. Verkalýðsbaráttan er samfelld deilusaga og þar skapast iðulega ástand sem verður að fá utanaðkomandi lausn og lenda þá málin í sáttamiðlun hjá Ríkissáttasemjara sem hefur það eina hlutverk að sætta vinnudeilur. Ágreiningur og ósætti eru þó hversdaglegur veruleiki í mannlífinu sem oft er aldrei til lykta leiddur. Hér vantar því víðtækari sáttamiðlun. Dómstólar skera úr ágreiningsmálum, og oftast á þann veg að einn vinnur og annar tapar. Dómar eru því ekki trygging fyrir sátt og gremjan og úlfúðin halda áfram að eitra líf þeirra sem í deilum hafa átt. Dómur án sáttar getur ekki verið ásættanleg niðurstaða. Frá þessum veruleika verður að finna leið. Það er alger nauðsyn. Úrskurðarnefndir, svo góðar sem þær kunna að vera, s.s. um ágreining um tryggingabætur eða hver önnur mál, duga hér ekki. Hér þarf meira til. Það verður að koma á víðtækri sáttamiðlun. Hana ætti skipa með löggjöf og aðkomu stjórnvalda og samtökum almennings, jafnvel dómstólum. Hlutverk sáttamiðlunar yrði að hafa milligöngu um sættir í deilumálum af öllu tagi. Vart er vafa bundið að sáttamiðlun myndi í mörgum tilfellum ná árangri og setja niður deilur og koma á sáttum. Í mörgum tilfellum myndi sáttamiðlun einnig koma í veg fyrir kostnaðarsamar og tímafrekar deilur og minnka þar með álag á deiluaðila og dómstóla og spara með því stórfé. Að stuðla að sáttum myndi líka án efa bæta ástand og andrúm í samfélaginu. Ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun