„Við missum okkur ekkert yfir þessum sigri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 19:57 Jökull Elísabetarson og hans menn fögnuðu góðum sigri í kvöld. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kampakátur með 4-1 sigur sinna manna gegn ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“ Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“
Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57