„Við missum okkur ekkert yfir þessum sigri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 19:57 Jökull Elísabetarson og hans menn fögnuðu góðum sigri í kvöld. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kampakátur með 4-1 sigur sinna manna gegn ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“ Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“
Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57