Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. maí 2024 18:51 Keppnin fer fram á þriðjudag, fimmtudag og laugardag. EPA Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. Fram kemur í frétt BBC að lögregla og skipuleggjendur keppninnar segjast undir allt búin og vonist til að keppnin verði „gleðirík“ í ár. Fimmtíu ár eru frá því að sænska hljómsveitin ABBA sigraði Eurovision með laginu Waterloo. Skiptar skoðanir hafa verið á Eurovision-keppninni í ár, sem og önnur ár, vegna framgöngu Ísraels á Gasa. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Gert er ráð fyrir að hundrað þúsund manns heimsæki borgina í Eurovision-vikunni. Þá er búist við að 200 milljón manns um heim allan horfi á keppnina. Venju samkvæmt fara undanúrslit fram á þriðju- og fimmtudag og úrslit á laugardag. Sækja liðsauka til Danmerkur og Noregs Hersveitir frá öllum landshlutum Svíþjóðar hafa verið kallaðar til Malmö til þess að standa vörð meðan viðburðir vikunnar fara fram, bæði Eurovision og þeir fjölmörgu mótmælafundir sem hafa verið boðaðir. Þá hefur liðsauki frá Danmörku og Noregi verið kallaður til, að því er kemur fram í frétt BBC. Þá segir að sumir lögreglumenn komi til með að bera stærri vopn en venjulega. Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö segir í samtali við miðilinn að Svíþjóð sé nú þegar á viðbúnaðarstigi fjögur af fimm í tengslum við hryðjuverkaógn. Mótmælin líklega fjölmennari en áður „Það er ljóst að öryggisleysið í heiminum bitnar nú á Eurovision,“ segir Stenkula. Hún segir marga mótmælafundi hafa verið haldna í landinu, sér í lagi í Malmö, gegn þátttöku Ísraela í Eurovision. Ekki hafi stafað ógn af neinum þeirra. Hún segir að vegna keppninnar hafi öryggismyndavélar verið settar upp í borginni, og að auki verði notast við drónamyndavélar í sama tilgangi. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa verið að mæta á mótmælafundi í Malmö vegna Palestínu. Stenkula segir lögreglu undir það búna að talsvert fleiri mæti á mótmælafundina í vikunni. Eurovision Svíþjóð Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Fram kemur í frétt BBC að lögregla og skipuleggjendur keppninnar segjast undir allt búin og vonist til að keppnin verði „gleðirík“ í ár. Fimmtíu ár eru frá því að sænska hljómsveitin ABBA sigraði Eurovision með laginu Waterloo. Skiptar skoðanir hafa verið á Eurovision-keppninni í ár, sem og önnur ár, vegna framgöngu Ísraels á Gasa. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Gert er ráð fyrir að hundrað þúsund manns heimsæki borgina í Eurovision-vikunni. Þá er búist við að 200 milljón manns um heim allan horfi á keppnina. Venju samkvæmt fara undanúrslit fram á þriðju- og fimmtudag og úrslit á laugardag. Sækja liðsauka til Danmerkur og Noregs Hersveitir frá öllum landshlutum Svíþjóðar hafa verið kallaðar til Malmö til þess að standa vörð meðan viðburðir vikunnar fara fram, bæði Eurovision og þeir fjölmörgu mótmælafundir sem hafa verið boðaðir. Þá hefur liðsauki frá Danmörku og Noregi verið kallaður til, að því er kemur fram í frétt BBC. Þá segir að sumir lögreglumenn komi til með að bera stærri vopn en venjulega. Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö segir í samtali við miðilinn að Svíþjóð sé nú þegar á viðbúnaðarstigi fjögur af fimm í tengslum við hryðjuverkaógn. Mótmælin líklega fjölmennari en áður „Það er ljóst að öryggisleysið í heiminum bitnar nú á Eurovision,“ segir Stenkula. Hún segir marga mótmælafundi hafa verið haldna í landinu, sér í lagi í Malmö, gegn þátttöku Ísraela í Eurovision. Ekki hafi stafað ógn af neinum þeirra. Hún segir að vegna keppninnar hafi öryggismyndavélar verið settar upp í borginni, og að auki verði notast við drónamyndavélar í sama tilgangi. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa verið að mæta á mótmælafundi í Malmö vegna Palestínu. Stenkula segir lögreglu undir það búna að talsvert fleiri mæti á mótmælafundina í vikunni.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira