Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 15:01 Halla Hrund, sem er nú efst í skoðanakönnunum, tjáði sig ekki um hatursorðræðuna sem þau Katrín og Baldur greina sem afar vaxandi fyrirbæri. vísir/vilhelm Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við þá þrjá frambjóðendur sem virðast vera að skera sig nokkuð úr í baráttunni um Bessastaði sé litið til skoðanakannana: þau Baldur og Katrín auk Höllu Hrundar Logadóttur. Katrín vill ekki segja fjölmiðlum fyrir verkum Bakslagið kom upp í framhaldi af umræðum um fjölmiðla og hvað þeir eigi að fá að fjalla um. Hvort þeim kæmi allt við sem viðkemur þeim sem eru í framboði til forseta. Katrín sagði fjölmiðla frjálsa. Og hún teldi einfaldlega það svo að fjölmiðlum bæri að spyrja frambjóðendum. „Fjölmiðlar eru frjálsir og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað þeir megi taka upp þó persónulega hafi ég ekki áhuga á því. En það er ekki mitt að stýra því hvað þeir gera,“ sagði Katrín. Katrín sagði forsetaembættið eðlisólíkt því sem gerist í því sem við köllum hefðbundin stjórnmál og fólk vilji geta lagt mat á eitt og annað sem það telur að geti haft áhrif á dómgreind forsetans. Hér neðar má sjá sérstaka vakt sem var um Pallborðið hér neðar: Sjálf sagðist Katrín svo heppin að hún hafi verið í sviðsljósinu um áratugaskeið og allt lægi þetta meira og minna fyrir. „en það er ekkert óeðlilegt við það að fjölmiðlar spyrji mig persónulegra spurninga.“ Vaxandi hatursorðræða hvert sem litið er Í framhaldi af þessu var Baldur spurður hvort það hafi komið sér á óvart hversu mjög kynhneigð hans hafi verið til skrafs í heitum pottum og á samfélagsmiðlum? Jafnvel í fjölmiðlum? Baldur svaraði því til að hann hafi tekið þátt í virkri mannréttindabaráttu nú í þrjátíu ár. Að hann sem samkynhneigður maður fái að stofna fjölskyldu og njóti grundvallarmannréttinda. „Það er að vissu leyti erfitt að leggja sjálfan sig á borð með þessum hætti,“ sagði Baldur. En hann sagðist hafa lýst því yfir að hann greindi vaxandi hatursorðræðu sem erfitt væri að leiðrétta. Hann sæi þetta lýðræðis- og mannréttindabakslag alls staðar. Sig langi stundum helst að fara upp í rúm og breiða yfir haus. „En það eina sem gagnast er að stíga fram og láta í sér heyra.“ Katrín tók undir þetta, sagði bakslag hafa orðið í mannréttindamálum. Svo virtist sem þau hafi verið tekin á brott yfir nóttu, það hafi verið grafið undan lýðræðinu, stór lýðræðisríki og aldrei eins mikilvægt og nú að Ísland tali sterkri röddu um þessi mál. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við þá þrjá frambjóðendur sem virðast vera að skera sig nokkuð úr í baráttunni um Bessastaði sé litið til skoðanakannana: þau Baldur og Katrín auk Höllu Hrundar Logadóttur. Katrín vill ekki segja fjölmiðlum fyrir verkum Bakslagið kom upp í framhaldi af umræðum um fjölmiðla og hvað þeir eigi að fá að fjalla um. Hvort þeim kæmi allt við sem viðkemur þeim sem eru í framboði til forseta. Katrín sagði fjölmiðla frjálsa. Og hún teldi einfaldlega það svo að fjölmiðlum bæri að spyrja frambjóðendum. „Fjölmiðlar eru frjálsir og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað þeir megi taka upp þó persónulega hafi ég ekki áhuga á því. En það er ekki mitt að stýra því hvað þeir gera,“ sagði Katrín. Katrín sagði forsetaembættið eðlisólíkt því sem gerist í því sem við köllum hefðbundin stjórnmál og fólk vilji geta lagt mat á eitt og annað sem það telur að geti haft áhrif á dómgreind forsetans. Hér neðar má sjá sérstaka vakt sem var um Pallborðið hér neðar: Sjálf sagðist Katrín svo heppin að hún hafi verið í sviðsljósinu um áratugaskeið og allt lægi þetta meira og minna fyrir. „en það er ekkert óeðlilegt við það að fjölmiðlar spyrji mig persónulegra spurninga.“ Vaxandi hatursorðræða hvert sem litið er Í framhaldi af þessu var Baldur spurður hvort það hafi komið sér á óvart hversu mjög kynhneigð hans hafi verið til skrafs í heitum pottum og á samfélagsmiðlum? Jafnvel í fjölmiðlum? Baldur svaraði því til að hann hafi tekið þátt í virkri mannréttindabaráttu nú í þrjátíu ár. Að hann sem samkynhneigður maður fái að stofna fjölskyldu og njóti grundvallarmannréttinda. „Það er að vissu leyti erfitt að leggja sjálfan sig á borð með þessum hætti,“ sagði Baldur. En hann sagðist hafa lýst því yfir að hann greindi vaxandi hatursorðræðu sem erfitt væri að leiðrétta. Hann sæi þetta lýðræðis- og mannréttindabakslag alls staðar. Sig langi stundum helst að fara upp í rúm og breiða yfir haus. „En það eina sem gagnast er að stíga fram og láta í sér heyra.“ Katrín tók undir þetta, sagði bakslag hafa orðið í mannréttindamálum. Svo virtist sem þau hafi verið tekin á brott yfir nóttu, það hafi verið grafið undan lýðræðinu, stór lýðræðisríki og aldrei eins mikilvægt og nú að Ísland tali sterkri röddu um þessi mál.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira