Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 15:01 Halla Hrund, sem er nú efst í skoðanakönnunum, tjáði sig ekki um hatursorðræðuna sem þau Katrín og Baldur greina sem afar vaxandi fyrirbæri. vísir/vilhelm Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við þá þrjá frambjóðendur sem virðast vera að skera sig nokkuð úr í baráttunni um Bessastaði sé litið til skoðanakannana: þau Baldur og Katrín auk Höllu Hrundar Logadóttur. Katrín vill ekki segja fjölmiðlum fyrir verkum Bakslagið kom upp í framhaldi af umræðum um fjölmiðla og hvað þeir eigi að fá að fjalla um. Hvort þeim kæmi allt við sem viðkemur þeim sem eru í framboði til forseta. Katrín sagði fjölmiðla frjálsa. Og hún teldi einfaldlega það svo að fjölmiðlum bæri að spyrja frambjóðendum. „Fjölmiðlar eru frjálsir og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað þeir megi taka upp þó persónulega hafi ég ekki áhuga á því. En það er ekki mitt að stýra því hvað þeir gera,“ sagði Katrín. Katrín sagði forsetaembættið eðlisólíkt því sem gerist í því sem við köllum hefðbundin stjórnmál og fólk vilji geta lagt mat á eitt og annað sem það telur að geti haft áhrif á dómgreind forsetans. Hér neðar má sjá sérstaka vakt sem var um Pallborðið hér neðar: Sjálf sagðist Katrín svo heppin að hún hafi verið í sviðsljósinu um áratugaskeið og allt lægi þetta meira og minna fyrir. „en það er ekkert óeðlilegt við það að fjölmiðlar spyrji mig persónulegra spurninga.“ Vaxandi hatursorðræða hvert sem litið er Í framhaldi af þessu var Baldur spurður hvort það hafi komið sér á óvart hversu mjög kynhneigð hans hafi verið til skrafs í heitum pottum og á samfélagsmiðlum? Jafnvel í fjölmiðlum? Baldur svaraði því til að hann hafi tekið þátt í virkri mannréttindabaráttu nú í þrjátíu ár. Að hann sem samkynhneigður maður fái að stofna fjölskyldu og njóti grundvallarmannréttinda. „Það er að vissu leyti erfitt að leggja sjálfan sig á borð með þessum hætti,“ sagði Baldur. En hann sagðist hafa lýst því yfir að hann greindi vaxandi hatursorðræðu sem erfitt væri að leiðrétta. Hann sæi þetta lýðræðis- og mannréttindabakslag alls staðar. Sig langi stundum helst að fara upp í rúm og breiða yfir haus. „En það eina sem gagnast er að stíga fram og láta í sér heyra.“ Katrín tók undir þetta, sagði bakslag hafa orðið í mannréttindamálum. Svo virtist sem þau hafi verið tekin á brott yfir nóttu, það hafi verið grafið undan lýðræðinu, stór lýðræðisríki og aldrei eins mikilvægt og nú að Ísland tali sterkri röddu um þessi mál. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við þá þrjá frambjóðendur sem virðast vera að skera sig nokkuð úr í baráttunni um Bessastaði sé litið til skoðanakannana: þau Baldur og Katrín auk Höllu Hrundar Logadóttur. Katrín vill ekki segja fjölmiðlum fyrir verkum Bakslagið kom upp í framhaldi af umræðum um fjölmiðla og hvað þeir eigi að fá að fjalla um. Hvort þeim kæmi allt við sem viðkemur þeim sem eru í framboði til forseta. Katrín sagði fjölmiðla frjálsa. Og hún teldi einfaldlega það svo að fjölmiðlum bæri að spyrja frambjóðendum. „Fjölmiðlar eru frjálsir og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað þeir megi taka upp þó persónulega hafi ég ekki áhuga á því. En það er ekki mitt að stýra því hvað þeir gera,“ sagði Katrín. Katrín sagði forsetaembættið eðlisólíkt því sem gerist í því sem við köllum hefðbundin stjórnmál og fólk vilji geta lagt mat á eitt og annað sem það telur að geti haft áhrif á dómgreind forsetans. Hér neðar má sjá sérstaka vakt sem var um Pallborðið hér neðar: Sjálf sagðist Katrín svo heppin að hún hafi verið í sviðsljósinu um áratugaskeið og allt lægi þetta meira og minna fyrir. „en það er ekkert óeðlilegt við það að fjölmiðlar spyrji mig persónulegra spurninga.“ Vaxandi hatursorðræða hvert sem litið er Í framhaldi af þessu var Baldur spurður hvort það hafi komið sér á óvart hversu mjög kynhneigð hans hafi verið til skrafs í heitum pottum og á samfélagsmiðlum? Jafnvel í fjölmiðlum? Baldur svaraði því til að hann hafi tekið þátt í virkri mannréttindabaráttu nú í þrjátíu ár. Að hann sem samkynhneigður maður fái að stofna fjölskyldu og njóti grundvallarmannréttinda. „Það er að vissu leyti erfitt að leggja sjálfan sig á borð með þessum hætti,“ sagði Baldur. En hann sagðist hafa lýst því yfir að hann greindi vaxandi hatursorðræðu sem erfitt væri að leiðrétta. Hann sæi þetta lýðræðis- og mannréttindabakslag alls staðar. Sig langi stundum helst að fara upp í rúm og breiða yfir haus. „En það eina sem gagnast er að stíga fram og láta í sér heyra.“ Katrín tók undir þetta, sagði bakslag hafa orðið í mannréttindamálum. Svo virtist sem þau hafi verið tekin á brott yfir nóttu, það hafi verið grafið undan lýðræðinu, stór lýðræðisríki og aldrei eins mikilvægt og nú að Ísland tali sterkri röddu um þessi mál.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira