Hvar er Reykjavegur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. maí 2024 15:01 Árið 1995 vorum við Pétur Þorleifsson, ferðagarpur og rithöfundurt, fengnir til þess verkefnis að hanna langa gönguleið á Reykjanesskaga. Verkefnið var unnið undir stjórn Péturs Rafnssonar, þá formanns Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, á vegum sérstakrar samstarfsnefndar nær allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Gangan um Reykjaveg hefst á Nesjavöllum og endar við sjó hjá Reykjanesvita, alls sjö áfangar, sá lengsti um 20 km (sjá t.d. https://ferlir.is/reykjavegurinn/). Leiðin var stikuð árið eftir. Auk Bláfjallsskála átti að nýta skála við Þorbjörn og skála á Hengilssvæðinu en sá stóð ekki lengi við. Ég samdi leiðarlýsingu sem var prufuprentuð en aldrei gefin út í dreifanlegu magni. Skemmst er frá að segja að ekki tókst að skálavæða leiðina, ekki að útbúa tjaldstæði eða tryggja aðgang að vatni. Ástæðan var tvíþætt. Nægt fjármagn fékkst ekki né samningar hjá sveitarfélögunum sem komu að verkefninu og ekki tókst heldur finna rekstarform og rekstraraðila. Var leiðin nýtt um tíma til raðgöngu, þ.e. ein dagleið í einu. Stikurnar eru víða fallnar og þessi tæplega 120 km og sex nátta, góða gönguleið ekki auglýst sem valkostur í útivist og ferðaþjónustu. Nú eru breyttir tímar. Ferðaþjónustan eflist (þar þarf að gæta að þolmörkum í stóru og smáu), til eru fólkvangar kenndir við Bláfjöll og Reykjanes og nýjasta viðbótin er Reykjanes jarðminjagarður. Ég tel að dusta skuli ryk af Reykjavegi. Kanna hvort vinna ætti gönguleiðina upp sem rekstrarbæra margdægru og - ef svo er talið - koma henni í gagnið. Vissulega setur langt óróatímabil sem er hafið í eldstöðvakerfum skagans spurningamerki við ýmsar framkvæmdir og rekstur á SV-horninu og, því miður, óvissa er um framtíð Grindavíkur. Þær áskoranir þarf að vinna með líkt og í öðrum þáttum atvinnu- og öryggismála en nýjar gosmennjar vekja áhuga. Ef til vill getur nálægð við þéttbýlið verið galli á Reykjavegi en meta má nokkuð hlutlægt hvort svo sé og um leið hvar breytinga er þörf á legu leiðarinnar og gistimöguleikum á þessu mjög svo áhugaverða útivistarsvæði. Nota hér tækifærið til þess að minna á tvær, stikaðar gönguleiðir sem ég lagði að beiðni Reykjanes Geopark ásamt Ólafi Þórissyni ljósmyndara fyrir allmörgum árum. Upphafsstaður beggja er við geirfuglsstyttuna skammt frá Reykjanesvita. Sú styttri (tæpir 5 km) liggur yfir Valabjargargjársigdalinn, að minni vitanum suðaustan við hinn, upp á eldstöðina Skálafell, niður að Gunnuhverasvæðinu og þaðan að upphafstað. Lengri „100 gíga leiðin“ (um 13 km) sneiðir Gunnuhverasvæðið, borholur og gamla gíga, liggur upp á Sýrfell (95 m) með útsýni yfir ótal eldgíga, þverar sandborin hellu- og apalhraun. Liggur meðfram Yngri-Stampagígaröðinni og framhjá Reykjanesvirkjun, allt til leifanna af stórum gjóskugíg við ströndina. Með göngu að geirfuglinum er hringunum lokað. Þessar forvitnilegu náttúruleiðir mætti kynna og nýta mun betur er nú er í boði. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Árið 1995 vorum við Pétur Þorleifsson, ferðagarpur og rithöfundurt, fengnir til þess verkefnis að hanna langa gönguleið á Reykjanesskaga. Verkefnið var unnið undir stjórn Péturs Rafnssonar, þá formanns Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, á vegum sérstakrar samstarfsnefndar nær allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Gangan um Reykjaveg hefst á Nesjavöllum og endar við sjó hjá Reykjanesvita, alls sjö áfangar, sá lengsti um 20 km (sjá t.d. https://ferlir.is/reykjavegurinn/). Leiðin var stikuð árið eftir. Auk Bláfjallsskála átti að nýta skála við Þorbjörn og skála á Hengilssvæðinu en sá stóð ekki lengi við. Ég samdi leiðarlýsingu sem var prufuprentuð en aldrei gefin út í dreifanlegu magni. Skemmst er frá að segja að ekki tókst að skálavæða leiðina, ekki að útbúa tjaldstæði eða tryggja aðgang að vatni. Ástæðan var tvíþætt. Nægt fjármagn fékkst ekki né samningar hjá sveitarfélögunum sem komu að verkefninu og ekki tókst heldur finna rekstarform og rekstraraðila. Var leiðin nýtt um tíma til raðgöngu, þ.e. ein dagleið í einu. Stikurnar eru víða fallnar og þessi tæplega 120 km og sex nátta, góða gönguleið ekki auglýst sem valkostur í útivist og ferðaþjónustu. Nú eru breyttir tímar. Ferðaþjónustan eflist (þar þarf að gæta að þolmörkum í stóru og smáu), til eru fólkvangar kenndir við Bláfjöll og Reykjanes og nýjasta viðbótin er Reykjanes jarðminjagarður. Ég tel að dusta skuli ryk af Reykjavegi. Kanna hvort vinna ætti gönguleiðina upp sem rekstrarbæra margdægru og - ef svo er talið - koma henni í gagnið. Vissulega setur langt óróatímabil sem er hafið í eldstöðvakerfum skagans spurningamerki við ýmsar framkvæmdir og rekstur á SV-horninu og, því miður, óvissa er um framtíð Grindavíkur. Þær áskoranir þarf að vinna með líkt og í öðrum þáttum atvinnu- og öryggismála en nýjar gosmennjar vekja áhuga. Ef til vill getur nálægð við þéttbýlið verið galli á Reykjavegi en meta má nokkuð hlutlægt hvort svo sé og um leið hvar breytinga er þörf á legu leiðarinnar og gistimöguleikum á þessu mjög svo áhugaverða útivistarsvæði. Nota hér tækifærið til þess að minna á tvær, stikaðar gönguleiðir sem ég lagði að beiðni Reykjanes Geopark ásamt Ólafi Þórissyni ljósmyndara fyrir allmörgum árum. Upphafsstaður beggja er við geirfuglsstyttuna skammt frá Reykjanesvita. Sú styttri (tæpir 5 km) liggur yfir Valabjargargjársigdalinn, að minni vitanum suðaustan við hinn, upp á eldstöðina Skálafell, niður að Gunnuhverasvæðinu og þaðan að upphafstað. Lengri „100 gíga leiðin“ (um 13 km) sneiðir Gunnuhverasvæðið, borholur og gamla gíga, liggur upp á Sýrfell (95 m) með útsýni yfir ótal eldgíga, þverar sandborin hellu- og apalhraun. Liggur meðfram Yngri-Stampagígaröðinni og framhjá Reykjanesvirkjun, allt til leifanna af stórum gjóskugíg við ströndina. Með göngu að geirfuglinum er hringunum lokað. Þessar forvitnilegu náttúruleiðir mætti kynna og nýta mun betur er nú er í boði. Höfundur er jarðvísindamaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun