Börn Maradona vilja flytja jarðneskar leifar hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2024 10:30 Diego Armando Maradona fagnar hér heimsmeistaratitlinum sumarið 1986. Getty/Paul Bereswill Börn knattspyrnugoðsins Diego Armando Maradona hafa biðlað til dómstóls í Argentínu um að leyfi til flutnings á jarðneskum leifum hans. Börnin vilja fá að flytja föður sinn úr gröf í einkakirkjugarði í nýtt grafhýsi sem er þessa dagana í byggingu í Buenos Aires. Með þessu vilja þau búa til tækifæri fyrir aðdáendur alls staðar að úr heiminum til að sýna honum virðingarvott. Maradona hefur verið lengi í guðatölu út um allan heim og slíkur staður yrði fljótt vinsæll ferðamannastaður í borginni. Maradona's children want remains in mausoleumChildren of the late soccer star Diego Maradona have asked a court in Argentina to authorize the transfer of his body from the private cemetery where he is buried to a mausoleum under construction in Buenos … https://t.co/JRywjzeQ1R— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 3, 2024 Maradona lést í nóvember 2020 þegar hann var nýbúinn að halda upp á sextugs afmælið sitt. Nýja grafhýsið hefur fengið nafnið „Memorial del Diez“ og er í byggingu í Puerto Madero hverfinu. Í bréfi til dómara segir fjölskyldan að grafhýsið sé á mun betri og öruggari stað en þar sem hann hvílir í dag. Bréfið er sagt koma frá öllum erfingjum Maradona. Maradona leiddi argentínska landsliðið til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1986 þar sem hann var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. Maradona skoraði þá bæði mörkin í bæði átta liða og undanúrslitunum og lagði einnig upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Maradona varð sá fyrsti í sögunni til að verða tvisvar sinnum dýrasti knattspyrnumaður heims eða bæði þegar Barcelona (1982) og Napoli (1984) keyptu hann. Maradona var jarðaður í litlum kirkjugarði sem heitir Jardín de Bella Vista og er í bænum San Miguel sem er um fimmtíu kílómetra norður af höfuðborginni Buenos Aires. Puerto Madero hverfið er aftur á móti á besta stað í höfuðborginni þangað sem ferðamenn sækja mikið enda mikið um bari og veitingastaði í nágrenninu. Dómstóll þarf að leyfa flutninginn þar sem dómsmál er enn í gangi gegn átta umsjónarmönnum Maradona í tengslum við dauða hans. El mausoleo denominado “Memorial del Diez” está en construcción en el barrio capitalino de Puerto Madero. https://t.co/MfmA39O9a0— Primera Hora (@primerahora) May 3, 2024 Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Börnin vilja fá að flytja föður sinn úr gröf í einkakirkjugarði í nýtt grafhýsi sem er þessa dagana í byggingu í Buenos Aires. Með þessu vilja þau búa til tækifæri fyrir aðdáendur alls staðar að úr heiminum til að sýna honum virðingarvott. Maradona hefur verið lengi í guðatölu út um allan heim og slíkur staður yrði fljótt vinsæll ferðamannastaður í borginni. Maradona's children want remains in mausoleumChildren of the late soccer star Diego Maradona have asked a court in Argentina to authorize the transfer of his body from the private cemetery where he is buried to a mausoleum under construction in Buenos … https://t.co/JRywjzeQ1R— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 3, 2024 Maradona lést í nóvember 2020 þegar hann var nýbúinn að halda upp á sextugs afmælið sitt. Nýja grafhýsið hefur fengið nafnið „Memorial del Diez“ og er í byggingu í Puerto Madero hverfinu. Í bréfi til dómara segir fjölskyldan að grafhýsið sé á mun betri og öruggari stað en þar sem hann hvílir í dag. Bréfið er sagt koma frá öllum erfingjum Maradona. Maradona leiddi argentínska landsliðið til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1986 þar sem hann var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. Maradona skoraði þá bæði mörkin í bæði átta liða og undanúrslitunum og lagði einnig upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Maradona varð sá fyrsti í sögunni til að verða tvisvar sinnum dýrasti knattspyrnumaður heims eða bæði þegar Barcelona (1982) og Napoli (1984) keyptu hann. Maradona var jarðaður í litlum kirkjugarði sem heitir Jardín de Bella Vista og er í bænum San Miguel sem er um fimmtíu kílómetra norður af höfuðborginni Buenos Aires. Puerto Madero hverfið er aftur á móti á besta stað í höfuðborginni þangað sem ferðamenn sækja mikið enda mikið um bari og veitingastaði í nágrenninu. Dómstóll þarf að leyfa flutninginn þar sem dómsmál er enn í gangi gegn átta umsjónarmönnum Maradona í tengslum við dauða hans. El mausoleo denominado “Memorial del Diez” está en construcción en el barrio capitalino de Puerto Madero. https://t.co/MfmA39O9a0— Primera Hora (@primerahora) May 3, 2024
Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira