Börn Maradona vilja flytja jarðneskar leifar hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2024 10:30 Diego Armando Maradona fagnar hér heimsmeistaratitlinum sumarið 1986. Getty/Paul Bereswill Börn knattspyrnugoðsins Diego Armando Maradona hafa biðlað til dómstóls í Argentínu um að leyfi til flutnings á jarðneskum leifum hans. Börnin vilja fá að flytja föður sinn úr gröf í einkakirkjugarði í nýtt grafhýsi sem er þessa dagana í byggingu í Buenos Aires. Með þessu vilja þau búa til tækifæri fyrir aðdáendur alls staðar að úr heiminum til að sýna honum virðingarvott. Maradona hefur verið lengi í guðatölu út um allan heim og slíkur staður yrði fljótt vinsæll ferðamannastaður í borginni. Maradona's children want remains in mausoleumChildren of the late soccer star Diego Maradona have asked a court in Argentina to authorize the transfer of his body from the private cemetery where he is buried to a mausoleum under construction in Buenos … https://t.co/JRywjzeQ1R— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 3, 2024 Maradona lést í nóvember 2020 þegar hann var nýbúinn að halda upp á sextugs afmælið sitt. Nýja grafhýsið hefur fengið nafnið „Memorial del Diez“ og er í byggingu í Puerto Madero hverfinu. Í bréfi til dómara segir fjölskyldan að grafhýsið sé á mun betri og öruggari stað en þar sem hann hvílir í dag. Bréfið er sagt koma frá öllum erfingjum Maradona. Maradona leiddi argentínska landsliðið til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1986 þar sem hann var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. Maradona skoraði þá bæði mörkin í bæði átta liða og undanúrslitunum og lagði einnig upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Maradona varð sá fyrsti í sögunni til að verða tvisvar sinnum dýrasti knattspyrnumaður heims eða bæði þegar Barcelona (1982) og Napoli (1984) keyptu hann. Maradona var jarðaður í litlum kirkjugarði sem heitir Jardín de Bella Vista og er í bænum San Miguel sem er um fimmtíu kílómetra norður af höfuðborginni Buenos Aires. Puerto Madero hverfið er aftur á móti á besta stað í höfuðborginni þangað sem ferðamenn sækja mikið enda mikið um bari og veitingastaði í nágrenninu. Dómstóll þarf að leyfa flutninginn þar sem dómsmál er enn í gangi gegn átta umsjónarmönnum Maradona í tengslum við dauða hans. El mausoleo denominado “Memorial del Diez” está en construcción en el barrio capitalino de Puerto Madero. https://t.co/MfmA39O9a0— Primera Hora (@primerahora) May 3, 2024 Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Börnin vilja fá að flytja föður sinn úr gröf í einkakirkjugarði í nýtt grafhýsi sem er þessa dagana í byggingu í Buenos Aires. Með þessu vilja þau búa til tækifæri fyrir aðdáendur alls staðar að úr heiminum til að sýna honum virðingarvott. Maradona hefur verið lengi í guðatölu út um allan heim og slíkur staður yrði fljótt vinsæll ferðamannastaður í borginni. Maradona's children want remains in mausoleumChildren of the late soccer star Diego Maradona have asked a court in Argentina to authorize the transfer of his body from the private cemetery where he is buried to a mausoleum under construction in Buenos … https://t.co/JRywjzeQ1R— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 3, 2024 Maradona lést í nóvember 2020 þegar hann var nýbúinn að halda upp á sextugs afmælið sitt. Nýja grafhýsið hefur fengið nafnið „Memorial del Diez“ og er í byggingu í Puerto Madero hverfinu. Í bréfi til dómara segir fjölskyldan að grafhýsið sé á mun betri og öruggari stað en þar sem hann hvílir í dag. Bréfið er sagt koma frá öllum erfingjum Maradona. Maradona leiddi argentínska landsliðið til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1986 þar sem hann var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. Maradona skoraði þá bæði mörkin í bæði átta liða og undanúrslitunum og lagði einnig upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Maradona varð sá fyrsti í sögunni til að verða tvisvar sinnum dýrasti knattspyrnumaður heims eða bæði þegar Barcelona (1982) og Napoli (1984) keyptu hann. Maradona var jarðaður í litlum kirkjugarði sem heitir Jardín de Bella Vista og er í bænum San Miguel sem er um fimmtíu kílómetra norður af höfuðborginni Buenos Aires. Puerto Madero hverfið er aftur á móti á besta stað í höfuðborginni þangað sem ferðamenn sækja mikið enda mikið um bari og veitingastaði í nágrenninu. Dómstóll þarf að leyfa flutninginn þar sem dómsmál er enn í gangi gegn átta umsjónarmönnum Maradona í tengslum við dauða hans. El mausoleo denominado “Memorial del Diez” está en construcción en el barrio capitalino de Puerto Madero. https://t.co/MfmA39O9a0— Primera Hora (@primerahora) May 3, 2024
Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira