Íþróttir fyrir öll, jöfnum og bætum leikinn Hólmfríður Sigþórsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir skrifa 3. maí 2024 07:31 Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er forvarnarmál sem hefur skilað miklum árangri síðustu áratugi. Íþróttastarfi er forvarnarmál sem þarf að hlúa að þannig að það þróist með breyttu samfélagi og snúist ekki upp í andhverfu sína. Passa þarf að íþróttastarf stuðli að jafnrétti og börn hafi sömu tækifæri til að eflast og dafna innan íþróttahreyfingarinnar. Vissulega má deila um jafnrétti barna til íþróttaiðkunar, hvaða íþróttir bjóðast hverju barni til dæmis í dreifðum byggðum landsins þar sem framboð ræðst af áhuga og getur þeirra fullorðnu sem samfélagið byggja. Þegar ungmenni hefja nám í framhaldsskólum minnkar þátttaka í íþróttum, oft á tíðum bjóða íþróttafélög ekki upp á þátttöku fyrir þau sem vilja æfa áfram en stefna ekki á afreksíþróttir. Fyrir þau sem vildu velja að æfa áfram íþróttir er mikilvægt að fá tækifæri, upp á eigin lýðheilsu og til þess að tilheyra. Það er ekki ólíklegt að þessir einstaklingar verði þau sem hlúði að íþróttafélögum framtíðarinnar, þau verða dómarar, stjórnarfólk og aðrir sjálfboðaliðar. Hér eru tækifæri fyrir tengsl milli heilsueflandi skóla landsins til að styðja íþróttafélögin og ungmenni til þátttöku. Fyrir þau sem stefna á afreksíþróttir hafa nú í mörgum tilfellum tækifæri til að stunda íþrótt sína samhliða námi þar sem fjölmargir framhaldsskólar bjóða upp á íþróttaafreksbrautir. Frekari tækifæri eru með samstarfi við ólympíunefndir. Þrátt fyrir hlutfallslega mikla íþróttaþátttöku á Íslandi og tíðrætt gott gengi fámennrar þjóðar er líka kallað eftir fleiri verðlaunahöfum á ólympíuleikunum. Tilvalið væri að byggja tengsl milli ólympíuleikanefndar Íslands og afreksíþróttabrauta framhaldsskólana sem mætti bæta við tillögur að afreksstarfi og tryggja tengsl við stofnun Afreksmiðstöðvar Íslands. Þó að íþróttaafreksbrautir séu í flestum tilfellum í samstarfi við íþróttafélögin, mætti styrkja þær enn frekar með tengslum við ólympíunefnd og þjálfara með enn háleiddari markmið. Í dag er aðstöðumunur mikill á milli íþróttagreina, í sumum tilfellum fá landsliðs börn töskur með öllu sem þarf og greitt er fyrir ferðir en í öðrum tilfellum þurfa þau að safna sjálf fyrir þátttöku, kostnaður er hér bæði mjög breytilegur eftir búsetu landsliðs barna og á milli íþróttagreina. Þetta er ójafnleikur sem heillavænlegt væri að jafna. Hólmfríður er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Anna er þjóðgarðsvörður og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er forvarnarmál sem hefur skilað miklum árangri síðustu áratugi. Íþróttastarfi er forvarnarmál sem þarf að hlúa að þannig að það þróist með breyttu samfélagi og snúist ekki upp í andhverfu sína. Passa þarf að íþróttastarf stuðli að jafnrétti og börn hafi sömu tækifæri til að eflast og dafna innan íþróttahreyfingarinnar. Vissulega má deila um jafnrétti barna til íþróttaiðkunar, hvaða íþróttir bjóðast hverju barni til dæmis í dreifðum byggðum landsins þar sem framboð ræðst af áhuga og getur þeirra fullorðnu sem samfélagið byggja. Þegar ungmenni hefja nám í framhaldsskólum minnkar þátttaka í íþróttum, oft á tíðum bjóða íþróttafélög ekki upp á þátttöku fyrir þau sem vilja æfa áfram en stefna ekki á afreksíþróttir. Fyrir þau sem vildu velja að æfa áfram íþróttir er mikilvægt að fá tækifæri, upp á eigin lýðheilsu og til þess að tilheyra. Það er ekki ólíklegt að þessir einstaklingar verði þau sem hlúði að íþróttafélögum framtíðarinnar, þau verða dómarar, stjórnarfólk og aðrir sjálfboðaliðar. Hér eru tækifæri fyrir tengsl milli heilsueflandi skóla landsins til að styðja íþróttafélögin og ungmenni til þátttöku. Fyrir þau sem stefna á afreksíþróttir hafa nú í mörgum tilfellum tækifæri til að stunda íþrótt sína samhliða námi þar sem fjölmargir framhaldsskólar bjóða upp á íþróttaafreksbrautir. Frekari tækifæri eru með samstarfi við ólympíunefndir. Þrátt fyrir hlutfallslega mikla íþróttaþátttöku á Íslandi og tíðrætt gott gengi fámennrar þjóðar er líka kallað eftir fleiri verðlaunahöfum á ólympíuleikunum. Tilvalið væri að byggja tengsl milli ólympíuleikanefndar Íslands og afreksíþróttabrauta framhaldsskólana sem mætti bæta við tillögur að afreksstarfi og tryggja tengsl við stofnun Afreksmiðstöðvar Íslands. Þó að íþróttaafreksbrautir séu í flestum tilfellum í samstarfi við íþróttafélögin, mætti styrkja þær enn frekar með tengslum við ólympíunefnd og þjálfara með enn háleiddari markmið. Í dag er aðstöðumunur mikill á milli íþróttagreina, í sumum tilfellum fá landsliðs börn töskur með öllu sem þarf og greitt er fyrir ferðir en í öðrum tilfellum þurfa þau að safna sjálf fyrir þátttöku, kostnaður er hér bæði mjög breytilegur eftir búsetu landsliðs barna og á milli íþróttagreina. Þetta er ójafnleikur sem heillavænlegt væri að jafna. Hólmfríður er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Anna er þjóðgarðsvörður og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun