Útimarkaðurinn í Mosó hættir Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2024 14:20 Myndir frá útimarkaðnum. Nonni segir að þetta hafi verið hálfgert lúxusvandamál, en það var til dæmis orðið erfitt með bílastæði við markaðinn. En þrjátíu ár er góð törn. aðsend Ákveðið hefur verið að útimarkaði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, verði hætt nú í sumar. Ljóst er að margir eiga eftir að sakna þess að geta ekki farið upp í Dal og keypt sér lífrænt ræktað grænmeti og ber, heimagerðar sultur og mauk, nýbakað brauð, silung frá Heiðabæ og rósir frá Dalsgarði. En þarna hefur verið opið á laugardögum í júlí, ágúst og fram í september frá kl. 10:00 – 15:00. „Nú er hún Snorrabúð stekkur,“ segir Árni Páll Árnason fyrrverandi þingmaður með tárin í augunum. „Þetta hefur verið frábær vin og uppspretta skemmtilegra samkoma í áratugi. Takk fyrir úthaldið og skemmtunina.“ Og Egill Helgason segir þetta þungbært: „Sjónarsviptir. Takk fyrir frábært starf Nonni og co.“ Hugmynd frá Frakklandi sem svínvirkaði Ástar og saknaðarkveðjunum rignir inn. Jón Jóhannsson, sem hefur verið potturinn og pannan í rekstrinum, segir það rétt. Markaðurinn hafi verið öðrum þræði samkvæmisstaður, þar sem fólk úr borginni kom, settist niður og fékk sér kaffi. „Hittist þarna frekar en í götunni heima hjá sér. Ég skil þetta mjög vel en einhvern tíma verður maður að setja stopp á sjálfan.“ Nonni segir þrjátíu ár sæmilega törn en það sé ljóst að fólk vilji koma úr bænum og gera sér glaðan dag.aðsend Jón, eða Nonni, segir að þau hafi verið þrjú sem byrjuðu með þetta fyrir einum þrjátíu árum. Hinir tveir voru í annarri vinnu og þetta dæmdist á hann, meira og minna. „Ég tók þessa hugmynd með frá Frakklandi, hvort svona gæti gengið,“ segir Nonni og það var ekki að sökum að spyrja; það var eftirspurn. „Og síðan eru þrjátíu ár liðin. Torgið farið að fúna og kominn tími til að endurbyggja það. Við ákváðum að þetta væri komið gott.“ Best að hætta á toppnum Í byrjun var ekki mikið til að selja en fólk hópaðist að. En áhuginn var ótvíræður. Fólk vildi fara úr bænum og gera sér glaðan dag. Og kaupa beint af býli. Troðið á markaðnum. Nú verður þetta fólk að leita eitthvað annað því búiið er að loka markaðinum vinsæla.aðsend „Það tekur tíma að skipuleggja hverja helgi fyrir sig, þannig að það séu til vörur fyrir fólkið. Maður var í samstarfi við marga þó það sé alltaf einn sem haldi utan um hlutinn. Ég reiknaði með að fleiri myndu koma að en menn entust ekki lengi,“ segir Nonni og er þá að tala um aðra markaði. Hann segir góða hluti gerast hægt. „Þetta hefur verið sæmileg törn. Svo erum við erum hér með tjaldsvæði og svo markaðinn líka. Þetta var orðin of mikil traffík.“ Nonni lýsir því að það hafi verið komið upp vandmál með bílastæði í afleggjaranum, fólk hefur verið að leggja meðfram götunni báðum megin og umferðateppur myndast. En nágrannar markaðsins eru Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og það þarf að vera gott aðgengi fyrir sjúkrabíla. „Það er sem sagt eitt og annað sem kannski má segja að séu lúxusvandamál. En er ekki best að enda á toppnum?“ spyr Nonni og jú, ætli það ekki. Verslun Mosfellsbær Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ljóst er að margir eiga eftir að sakna þess að geta ekki farið upp í Dal og keypt sér lífrænt ræktað grænmeti og ber, heimagerðar sultur og mauk, nýbakað brauð, silung frá Heiðabæ og rósir frá Dalsgarði. En þarna hefur verið opið á laugardögum í júlí, ágúst og fram í september frá kl. 10:00 – 15:00. „Nú er hún Snorrabúð stekkur,“ segir Árni Páll Árnason fyrrverandi þingmaður með tárin í augunum. „Þetta hefur verið frábær vin og uppspretta skemmtilegra samkoma í áratugi. Takk fyrir úthaldið og skemmtunina.“ Og Egill Helgason segir þetta þungbært: „Sjónarsviptir. Takk fyrir frábært starf Nonni og co.“ Hugmynd frá Frakklandi sem svínvirkaði Ástar og saknaðarkveðjunum rignir inn. Jón Jóhannsson, sem hefur verið potturinn og pannan í rekstrinum, segir það rétt. Markaðurinn hafi verið öðrum þræði samkvæmisstaður, þar sem fólk úr borginni kom, settist niður og fékk sér kaffi. „Hittist þarna frekar en í götunni heima hjá sér. Ég skil þetta mjög vel en einhvern tíma verður maður að setja stopp á sjálfan.“ Nonni segir þrjátíu ár sæmilega törn en það sé ljóst að fólk vilji koma úr bænum og gera sér glaðan dag.aðsend Jón, eða Nonni, segir að þau hafi verið þrjú sem byrjuðu með þetta fyrir einum þrjátíu árum. Hinir tveir voru í annarri vinnu og þetta dæmdist á hann, meira og minna. „Ég tók þessa hugmynd með frá Frakklandi, hvort svona gæti gengið,“ segir Nonni og það var ekki að sökum að spyrja; það var eftirspurn. „Og síðan eru þrjátíu ár liðin. Torgið farið að fúna og kominn tími til að endurbyggja það. Við ákváðum að þetta væri komið gott.“ Best að hætta á toppnum Í byrjun var ekki mikið til að selja en fólk hópaðist að. En áhuginn var ótvíræður. Fólk vildi fara úr bænum og gera sér glaðan dag. Og kaupa beint af býli. Troðið á markaðnum. Nú verður þetta fólk að leita eitthvað annað því búiið er að loka markaðinum vinsæla.aðsend „Það tekur tíma að skipuleggja hverja helgi fyrir sig, þannig að það séu til vörur fyrir fólkið. Maður var í samstarfi við marga þó það sé alltaf einn sem haldi utan um hlutinn. Ég reiknaði með að fleiri myndu koma að en menn entust ekki lengi,“ segir Nonni og er þá að tala um aðra markaði. Hann segir góða hluti gerast hægt. „Þetta hefur verið sæmileg törn. Svo erum við erum hér með tjaldsvæði og svo markaðinn líka. Þetta var orðin of mikil traffík.“ Nonni lýsir því að það hafi verið komið upp vandmál með bílastæði í afleggjaranum, fólk hefur verið að leggja meðfram götunni báðum megin og umferðateppur myndast. En nágrannar markaðsins eru Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og það þarf að vera gott aðgengi fyrir sjúkrabíla. „Það er sem sagt eitt og annað sem kannski má segja að séu lúxusvandamál. En er ekki best að enda á toppnum?“ spyr Nonni og jú, ætli það ekki.
Verslun Mosfellsbær Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira