MANOWAR til Íslands í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2024 12:37 Sveitin er þekkt fyrir rosalega tónleika. Bandaríska þungarokkssveitin MANOWAR er á leið til Íslands og mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar á næsta ári. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“ Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að um sé að ræða fyrsta skiptið sem sveitin leggur land undir fót hér á landi. Á túrnum muni þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit flytja efni af plötunum „Sign of the Hammer og „Hail to England.“ Þá mun sveitin flytja uppáhaldsslagara aðdáenda, í glænýrri sviðuppsetningu. Sveitin mun gera strandhögg í Svíþjóð og Noregi auk Íslands. Íslandsferðin er sú fyrsta og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur. Fram kemur að miðasala hefjist á morgun, 3. maí klukkan 10:00 á harpa.is og tix.is. „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar „Manowarriors“ í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu,“ segir Joey De Maio bassaleikari og stofnmeðlimur sveitarinnar um Íslandsferðina. „Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að um sé að ræða fyrsta skiptið sem sveitin leggur land undir fót hér á landi. Á túrnum muni þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit flytja efni af plötunum „Sign of the Hammer og „Hail to England.“ Þá mun sveitin flytja uppáhaldsslagara aðdáenda, í glænýrri sviðuppsetningu. Sveitin mun gera strandhögg í Svíþjóð og Noregi auk Íslands. Íslandsferðin er sú fyrsta og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur. Fram kemur að miðasala hefjist á morgun, 3. maí klukkan 10:00 á harpa.is og tix.is. „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar „Manowarriors“ í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu,“ segir Joey De Maio bassaleikari og stofnmeðlimur sveitarinnar um Íslandsferðina. „Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira