Norskir herrar eða íslenskir? Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2024 13:30 Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Staðan fyrir austan Á Seyðisfirði er staðan önnur, þar sem 75% íbúa vilja ekki sjá sjókvíaeldi. Við viljum hvorki eyðileggja lífríkið né ógna þeim viðkvæma lággróðri menningar og ferðamennsku, sem við höfum hægt og bítandi byggt upp á liðnum áratugum. Við viljum ekki demba oní fjörðinn okkar, langa og lygna, 10 þúsund tonnum af mengandi norskum laxi, með tilheyrandi stroki, blóðþorra og lús, til viðbótar við stóraukna umferð skemmtiferðaskipa sem nú þegar er komin að þolmörkum. Þau voru 155 í fyrra og verða 135 í ár. Þessi afstaða okkar byggist ekki á því að norskir kapítalistar séu af öðrum toga en íslenskir kvótagreifar. Samherji er til dæmis nýbúinn að skella hurðinni á starfsfólkið í frystihúsinu okkar, og flutti sig í staðinn suður til Grindavíkur, til að vera þar „á öruggara svæði“! Það er nú eitthvað sem fjölmiðlar mættu aðeins spyrja út í. Við Seyðfirðingar sjáum því ekki stóra muninn á því hvort það séu íslenskir kappar eða norskir sem halda um stýrið. Öldurót sögunnar Seyðfirðingar hafa mátt stíga ölduna í tímans rás og og koma sér út úr ýmsu klandri, svo sem viðskiptabanni á erlenda sjómenn, sem Reykjavíkur-auðvaldið setti á árið 1922, að sögn til að vernda fiskimiðin. Í kjölfarið brast svo á með heimskreppu. Hún beit fast og setti allt sem tórði á hausinn. Næst kom erlent hernám. 4,500 dátar lögðu undir sig bæinn og fiskimiðunum var lokað með kafbátagirðingum. Svo kom blessuð síldin og fór síðan jafn fljótt, skildi lítið eftir sig nema vanrækt hús og mannvirki. Nú síðast lögðu skriðuföll stóran hluta bæjarins í eyði. Þrátt fyrir allt þetta erum við nú á þeim stað að við unum hag okkar vel. Við erum öflugt fjölmenningarsamfélag, hingað vilja allir koma og margir dvelja og jafnvel setjast að. Síðast þegar ég taldi voru 300 gistirými fyrir ferðamenn í bænum og hér eru líka heil 5 afburða veitingahús, sem státa af kokkamennsku á heimsmælikvarða. Farþegaferjan góða, Norræna, hefur siglt til okkar í hartnær 50 ár og fært okkur gesti og tryggt öruggar samgöngur við meginlandið. Hér í bæ er líka listaháskóli með sérstakri braut í ferða- og fjallamensku, og þá búum við einnig við öflugt félaga- og kirkjustarf og eigum frábæran prest. Hvert einasta gamla hús, sem enginn leit við fyrir nokkrum árum, er nú uppselt og endurreist. Múlaþing Fyrir nokkrum misserum létum við glepjast af fagurgala þess efnis að sameining sveitarfélaga myndi færa okkur einskæra hamingju og kjarabót. Því var lofað að sérstaða okkar yrði virt og á okkur yrði hlustað. Nú bregður svo við að í þessu stóra hagsmunamáli okkar litla samfélags, að sveitastjórnin í efra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, ætlar að neyta aflsmunar og þvinga okkur til að afhenda fjörðinn okkar til mengandi stóriðju. En ágæta stjórnmálafólk, Seyðisfjörður er ekki falur fyrir einhverja slorkrónur, sem hægt væri að kreista út úr fyrirhuguðu sjókvíaeldi, hvers lenskt sem það væri. Höfundur er arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Staðan fyrir austan Á Seyðisfirði er staðan önnur, þar sem 75% íbúa vilja ekki sjá sjókvíaeldi. Við viljum hvorki eyðileggja lífríkið né ógna þeim viðkvæma lággróðri menningar og ferðamennsku, sem við höfum hægt og bítandi byggt upp á liðnum áratugum. Við viljum ekki demba oní fjörðinn okkar, langa og lygna, 10 þúsund tonnum af mengandi norskum laxi, með tilheyrandi stroki, blóðþorra og lús, til viðbótar við stóraukna umferð skemmtiferðaskipa sem nú þegar er komin að þolmörkum. Þau voru 155 í fyrra og verða 135 í ár. Þessi afstaða okkar byggist ekki á því að norskir kapítalistar séu af öðrum toga en íslenskir kvótagreifar. Samherji er til dæmis nýbúinn að skella hurðinni á starfsfólkið í frystihúsinu okkar, og flutti sig í staðinn suður til Grindavíkur, til að vera þar „á öruggara svæði“! Það er nú eitthvað sem fjölmiðlar mættu aðeins spyrja út í. Við Seyðfirðingar sjáum því ekki stóra muninn á því hvort það séu íslenskir kappar eða norskir sem halda um stýrið. Öldurót sögunnar Seyðfirðingar hafa mátt stíga ölduna í tímans rás og og koma sér út úr ýmsu klandri, svo sem viðskiptabanni á erlenda sjómenn, sem Reykjavíkur-auðvaldið setti á árið 1922, að sögn til að vernda fiskimiðin. Í kjölfarið brast svo á með heimskreppu. Hún beit fast og setti allt sem tórði á hausinn. Næst kom erlent hernám. 4,500 dátar lögðu undir sig bæinn og fiskimiðunum var lokað með kafbátagirðingum. Svo kom blessuð síldin og fór síðan jafn fljótt, skildi lítið eftir sig nema vanrækt hús og mannvirki. Nú síðast lögðu skriðuföll stóran hluta bæjarins í eyði. Þrátt fyrir allt þetta erum við nú á þeim stað að við unum hag okkar vel. Við erum öflugt fjölmenningarsamfélag, hingað vilja allir koma og margir dvelja og jafnvel setjast að. Síðast þegar ég taldi voru 300 gistirými fyrir ferðamenn í bænum og hér eru líka heil 5 afburða veitingahús, sem státa af kokkamennsku á heimsmælikvarða. Farþegaferjan góða, Norræna, hefur siglt til okkar í hartnær 50 ár og fært okkur gesti og tryggt öruggar samgöngur við meginlandið. Hér í bæ er líka listaháskóli með sérstakri braut í ferða- og fjallamensku, og þá búum við einnig við öflugt félaga- og kirkjustarf og eigum frábæran prest. Hvert einasta gamla hús, sem enginn leit við fyrir nokkrum árum, er nú uppselt og endurreist. Múlaþing Fyrir nokkrum misserum létum við glepjast af fagurgala þess efnis að sameining sveitarfélaga myndi færa okkur einskæra hamingju og kjarabót. Því var lofað að sérstaða okkar yrði virt og á okkur yrði hlustað. Nú bregður svo við að í þessu stóra hagsmunamáli okkar litla samfélags, að sveitastjórnin í efra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, ætlar að neyta aflsmunar og þvinga okkur til að afhenda fjörðinn okkar til mengandi stóriðju. En ágæta stjórnmálafólk, Seyðisfjörður er ekki falur fyrir einhverja slorkrónur, sem hægt væri að kreista út úr fyrirhuguðu sjókvíaeldi, hvers lenskt sem það væri. Höfundur er arkitekt og hótelhaldari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar