Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 09:14 Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“ Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“
Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46