Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild kvenna, úr­slita­keppni í körfunni og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Njarðvík getur farið langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitum Subway-deildar kvenna í kvöld.
Njarðvík getur farið langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitum Subway-deildar kvenna í kvöld. vísir/bára

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á fjölda leikja í Bestu deild kvenna í fótbolta, úrslitakeppni í Subway-deild kvenna í körfubolta ásamt Evrópu- og Sambandsdeild í fótbolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 hefst útsending frá Njarðvík þar sem heimakonur taka á móti Grindavík í Subway-deild kvenna. Grænar unnu fyrsta leikinn og geta komið sér í ansi þægilega stöðu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit Subway-deildarinnar.

Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður farið yfir leik kvöldsins sem og leik Stjörnunnar og Keflavíkur sem fram fór í gær.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.50 er viðureign Marseille og Atalanta í undanúrslitum Evrópudeildar karla í fótbolta á dagskrá. Pierre-Emerick Aubameyang hefur verið frábær í liði Marseille á leiktíðinni á meðan Atalanta sló út Liverpool í síðustu umferð. Um er að ræða fyrri leik liðanna.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.50 er viðureign Fiorentina og Club Brugge í Sambandsdeild Evrópu á dagskrá. Um er að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.35 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Bestu deild kvenna. Klukkan 19.05 hefst svo viðureign Fylkis og Keflavíkur.

Vodafone Sport

Klukkan 08.00 er Premier Padel á dagskrá.

Klukkan 18.50 er komið að viðureign Aston Villa og Olympiakos í hinum undanúrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu.

Besta deildin

Klukkan 17.50 er leikur Vals og Víkings í Bestu deild kvenna á dagskrá.

Besta deildin 2

Klukkan 17.50 er leikur Þór/KA og Þróttar Reykjavíkur á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×