Gummi Kalli, einlægur, skemmtilegur og frábær leiðtogi Arnar Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 11:31 Íslenska þjóðkirkjan er heppin að geta teflt fram tveimur frábærum einstaklingum sem nú verður brátt kosið um hvor mun verða nýr biskup Íslands. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa fengið að vinna bæði með Guðrúnu og Gumma Kalla. Þau hafa bæði marga góða kosti sem geta nýst þeim vel í starfi sem biskup Íslands. Ef ég hefði hins vegar kosningarétt myndi mitt atkvæði hiklaust fara til Gumma Kalla. Ég kynntist Gumma Kalla fyrst í Vatnaskógi þar sem hann starfaði sem forstöðumaður. Þar fann ég strax hvað hann var góður stjórnandi af því að hann hlustaði alltaf á það sem við leiðtogarnir höfðum til málanna að leggja og ég fann það svo sterkt að hann var með okkur í liði. Ég fann líka hvað hann lagði sig mikið fram við að gera gott starf ennþá betra og hvað hann hafði mikinn eldmóð fyrir starfinu sem var mjög auðvelt að hrífast með. Seinna fékk ég að fylgjast með honum byggja upp frábært safnaðarstarf í Lindasókn. Starf sem hófst í litlum sumarbústað á lóðinni en er nú eitt blómlegasta og líflegasta safnaðarstarf landsins fyrir jafnt unga sem aldna. Það sem mér þykir vænst um í fari Gumma Kalla er hvað hann sýnir samferðafólki sínu einlægan áhuga. Hann gefur sér alltaf tíma fyrir náungann og mætir hverjum og einum á þeim stað sem hann er hverju sinni. Í mínum huga getur íslenska þjóðkirkjan snúið vörn í sókn og vaxið og dafnað vel undir stjórn Gumma Kalla. Höfundur er flugmaður og íþróttafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan er heppin að geta teflt fram tveimur frábærum einstaklingum sem nú verður brátt kosið um hvor mun verða nýr biskup Íslands. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa fengið að vinna bæði með Guðrúnu og Gumma Kalla. Þau hafa bæði marga góða kosti sem geta nýst þeim vel í starfi sem biskup Íslands. Ef ég hefði hins vegar kosningarétt myndi mitt atkvæði hiklaust fara til Gumma Kalla. Ég kynntist Gumma Kalla fyrst í Vatnaskógi þar sem hann starfaði sem forstöðumaður. Þar fann ég strax hvað hann var góður stjórnandi af því að hann hlustaði alltaf á það sem við leiðtogarnir höfðum til málanna að leggja og ég fann það svo sterkt að hann var með okkur í liði. Ég fann líka hvað hann lagði sig mikið fram við að gera gott starf ennþá betra og hvað hann hafði mikinn eldmóð fyrir starfinu sem var mjög auðvelt að hrífast með. Seinna fékk ég að fylgjast með honum byggja upp frábært safnaðarstarf í Lindasókn. Starf sem hófst í litlum sumarbústað á lóðinni en er nú eitt blómlegasta og líflegasta safnaðarstarf landsins fyrir jafnt unga sem aldna. Það sem mér þykir vænst um í fari Gumma Kalla er hvað hann sýnir samferðafólki sínu einlægan áhuga. Hann gefur sér alltaf tíma fyrir náungann og mætir hverjum og einum á þeim stað sem hann er hverju sinni. Í mínum huga getur íslenska þjóðkirkjan snúið vörn í sókn og vaxið og dafnað vel undir stjórn Gumma Kalla. Höfundur er flugmaður og íþróttafræðingur.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar