Samt kýs ég Katrínu Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 1. maí 2024 09:01 Í fjölflokka kerfi með allt að fimm flokka stjórnum blasir við að enginn einn flokkur getur gert sér miklar væntingar um óslitna sigurgöngu í öllum málaflokkum. Eins og nú standa sakir mun það sérstaklega eiga við um þá flokka sem reka stefnu gegn þeirri sem ríkir í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í gegnum síðustu tvær ríkisstjórnir hefur nálgun Katrínar Jakobsdóttur verið að slá af eigin kröfum, stilla strengi bak við tjöldin, og vera ósérhlífin — allt til að gefa nýrri tegund stjórnmála á Íslands tækifæri til að ganga fram. Sjálf talaði hún á sínum tíma um „pólitíska nýsköpun“ og vísaði þar í farsælt og náið samstarf ólíkra stjórnmálaafla. Sýnin var göfug og markmiðið stórt. Frumkvöðlar eins og ég þekkja það hins vegar vel að nýsköpun fylgir áhætta og hugmyndirnar verða ekki alltaf að veruleika. Á Alþingi hafa Sjálfstæðismenn haldið fast um tauma í gegnum Dóms- og Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á bak við XD er auðvaldið; sterkasta aflið í íslensku samfélagi. Það var eftir á að hyggja barnalegt að halda að þau öfl gætu spilað samkvæmt einhverjum innri reglum þessa ríkisstjórnarsamstarfs og lært að gefa eftir. Engir stórir sigrar VG standa upp úr nema kannski lögfesting um samdrátt í losun, en markmiðin um minni losun hafa aldrei staðist. Þegar öllu er á botninn hvolft er Katrín samt lang efnilegasta forsetaefnið í þessum kosningum. Hún hefur mesta reynslu, öflugustu tengslin og víðtæka þekkingu af íslenskri stjórnsýslu. Hún nær íslenskri þjóð vel og aðhyllist ekki þjóðernislega sérstöðuhyggju sem einkennir oft forsetaembættið. Hún mun blómstra í nýju embætti, laus við að helga sig því ómögulega verkefni sem ríkisstjórnarsamstarfið er orðið. Það gerir hana ekki að síðri frambjóðanda í mínum huga heldur reynsluríkum leiðtoga sem ég er spenntur að sjá takast á við nýtt hlutverk. Seiglan, auðmýktin og sameiningin sem var dýrmæt í heimsfaraldri og Grindavíkureldunum—en gekk á köflum of langt í ríkisstjórnarsamstarfinu—mun reynast mikill styrkur fyrir forsetaembættið. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur og kýs hana í komandi forsetakosningum. Höfundur er forritari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í fjölflokka kerfi með allt að fimm flokka stjórnum blasir við að enginn einn flokkur getur gert sér miklar væntingar um óslitna sigurgöngu í öllum málaflokkum. Eins og nú standa sakir mun það sérstaklega eiga við um þá flokka sem reka stefnu gegn þeirri sem ríkir í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í gegnum síðustu tvær ríkisstjórnir hefur nálgun Katrínar Jakobsdóttur verið að slá af eigin kröfum, stilla strengi bak við tjöldin, og vera ósérhlífin — allt til að gefa nýrri tegund stjórnmála á Íslands tækifæri til að ganga fram. Sjálf talaði hún á sínum tíma um „pólitíska nýsköpun“ og vísaði þar í farsælt og náið samstarf ólíkra stjórnmálaafla. Sýnin var göfug og markmiðið stórt. Frumkvöðlar eins og ég þekkja það hins vegar vel að nýsköpun fylgir áhætta og hugmyndirnar verða ekki alltaf að veruleika. Á Alþingi hafa Sjálfstæðismenn haldið fast um tauma í gegnum Dóms- og Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á bak við XD er auðvaldið; sterkasta aflið í íslensku samfélagi. Það var eftir á að hyggja barnalegt að halda að þau öfl gætu spilað samkvæmt einhverjum innri reglum þessa ríkisstjórnarsamstarfs og lært að gefa eftir. Engir stórir sigrar VG standa upp úr nema kannski lögfesting um samdrátt í losun, en markmiðin um minni losun hafa aldrei staðist. Þegar öllu er á botninn hvolft er Katrín samt lang efnilegasta forsetaefnið í þessum kosningum. Hún hefur mesta reynslu, öflugustu tengslin og víðtæka þekkingu af íslenskri stjórnsýslu. Hún nær íslenskri þjóð vel og aðhyllist ekki þjóðernislega sérstöðuhyggju sem einkennir oft forsetaembættið. Hún mun blómstra í nýju embætti, laus við að helga sig því ómögulega verkefni sem ríkisstjórnarsamstarfið er orðið. Það gerir hana ekki að síðri frambjóðanda í mínum huga heldur reynsluríkum leiðtoga sem ég er spenntur að sjá takast á við nýtt hlutverk. Seiglan, auðmýktin og sameiningin sem var dýrmæt í heimsfaraldri og Grindavíkureldunum—en gekk á köflum of langt í ríkisstjórnarsamstarfinu—mun reynast mikill styrkur fyrir forsetaembættið. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur og kýs hana í komandi forsetakosningum. Höfundur er forritari
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar