Heimta hundrað milljóna króna tryggingu Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 15:19 Sýslumaður krefst hundrað milljóna króna í tryggingu eigi hún að taka lögbannskröfu skjólstæðings Katrínar Oddsdóttur fyrir. Katrín segir þetta fyrirsjáanlegt af hálfu kerfisins, þar dansi allir eftir pípu þeirra fiskeldismanna. vísir Gunnar Hauksson, sem á jörðina Sandeyri á Snæfjallaströnd, hefur lagt fram beiðni um lögbann við sjókvíaeldi Arctic Sea Farm á Sandeyri. Er þetta meðal annars á þeim forsendum að sjókvíaeldið sem heimilað er sé innan hans jarðarmarka. Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“ Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“
Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51