Því er spáð í Lengjudeild karla að Keflavík vinni deildina og fljúgi upp. Aftureldingu er svo spáð öðru sæti en Mosfellingar voru nálægt því að komast upp síðasta sumar.
Það er aftur á móti spáð þungu sumri á Dalvík sem og í neðra Breiðholti.
Kvennamegin er því spáð að Afturelding vinni deildina og því útlit fyrir skemmtilegt fótboltasumar hjá báðum liðum félagsins.
Að sama skapi stefnir í þungt sumar hjá liðum ÍR því kvennaliði félagsins er spáð neðsta sæti.
Lengjudeild karla hefst á morgun með leik Grindavíkur og Fjölnis en Lengjudeild kvenna hefst á sunnudag með tveimur leikjum.
Lengjudeild karla:
- Keflavík
- Afturelding
- Þór
- Grindavík
- ÍBV
- Fjölnir
- Leiknir R.
- Þróttur R.
- Grótta
- Njarðvík
- ÍR
- Dalvík/Reynir
Lengjudeild kvenna:
- Afturelding
- ÍBV
- Fram
- Grindavík
- HK
- FHL
- Selfoss
- Grótta
- ÍA
- ÍR