Ofbeldi pabbans skyggir á stóru stundina og hann þjálfar keppinaut Jakobs Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 13:31 Bræðurnir Henrik, Jakob og Filip hafa afrekað að keppa allir saman á stórmótum á borð við HM 2019 í Katar. Getty/Sam Barnes Ingebrigtsen-bræðurnir hafa beðið fjölmiðla um frið og vilja ekki tjá sig að svo stöddu, eftir að pabbi þeirra, Gjert Ingebrigtsen, var ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan. Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Sjá meira
Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan.
Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Sjá meira