Grænt ljós á Láka og Flata en ekki Libyu Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2024 08:30 Hvað á barnið að heita? Getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Kaya, Flati, Láki, Jones og Arianna. Eiginnafnið Libya hlaut þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurðum nefndarinnar sem afgreiddir voru á föstudag. Nafnið Kaya var samþykkt sem ritháttarafbrigði nafnsins Kaja og Arianna sem ritháttarafbrigði nafnsins Aríanna. Nefndin ákvað að hafna erindi um samþykkt nafnsins Libya. Í málinu reyndi á skilyrði laga um almennar ritreglur þar sem Libya er ekki ritað í samræmi við þær þar sem y er ekki ritað fyrir framan a í ósamsettum orðum. Þannig sé aðeins hægt að samþykkja það ef hefð er fyrir rithætti nafnsins. Svo er ekki þar sem enginn einstaklingur í skrám Þjóðskrá hefur borið nafnið. Erindinu var því hafnað. Það reyndi á skilyrði hjá nefndinni þegar nafnið Jones var tekið fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber einn einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna, eiginnafnið Jones. Sá er fæddur árið 2013. Nafnið komi hins vegar ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og telst því ekki hefð fyrir rithætti nafnsins á grundvelli vinnulagsreglnanna. Aftur á móti sé um enskt tökunafn að ræða og þessi ritháttur nafnsins gjaldgengur víða um heim. Taldi mannanafnanefnd því að hefð væri fyrir þessum rithætti nafnsins á grundvelli 4. gr. vinnulagsreglna nefndarinnar. Mannanöfn Tengdar fréttir Cyrus og Herkúles fá já en Bergman bannaður Mannanafnanefnd hefur samþykkt ný eiginnöfn á borð við Herkúles, Bjartdís, Kriss og Cyrus. Þá var nöfnunum Bergman og Boom báðum hafnað bæði sem eiginnafni og millinafni. 18. apríl 2024 10:27 Jakob Reynir Aftur reynir aftur Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. 18. mars 2024 19:35 Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Féllust á Annamaríu í seinni tilraun og nú má heita Emír Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnafnið Annamaría, eftir að hafa áður hafnað beiðni um að það yrði fært í mannanafnaskrá. Nefndin hefur líka samþykkt nöfn á borð við Jóní og Siddý en hafnað nafninu Helgarut. 29. janúar 2024 16:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurðum nefndarinnar sem afgreiddir voru á föstudag. Nafnið Kaya var samþykkt sem ritháttarafbrigði nafnsins Kaja og Arianna sem ritháttarafbrigði nafnsins Aríanna. Nefndin ákvað að hafna erindi um samþykkt nafnsins Libya. Í málinu reyndi á skilyrði laga um almennar ritreglur þar sem Libya er ekki ritað í samræmi við þær þar sem y er ekki ritað fyrir framan a í ósamsettum orðum. Þannig sé aðeins hægt að samþykkja það ef hefð er fyrir rithætti nafnsins. Svo er ekki þar sem enginn einstaklingur í skrám Þjóðskrá hefur borið nafnið. Erindinu var því hafnað. Það reyndi á skilyrði hjá nefndinni þegar nafnið Jones var tekið fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber einn einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna, eiginnafnið Jones. Sá er fæddur árið 2013. Nafnið komi hins vegar ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og telst því ekki hefð fyrir rithætti nafnsins á grundvelli vinnulagsreglnanna. Aftur á móti sé um enskt tökunafn að ræða og þessi ritháttur nafnsins gjaldgengur víða um heim. Taldi mannanafnanefnd því að hefð væri fyrir þessum rithætti nafnsins á grundvelli 4. gr. vinnulagsreglna nefndarinnar.
Mannanöfn Tengdar fréttir Cyrus og Herkúles fá já en Bergman bannaður Mannanafnanefnd hefur samþykkt ný eiginnöfn á borð við Herkúles, Bjartdís, Kriss og Cyrus. Þá var nöfnunum Bergman og Boom báðum hafnað bæði sem eiginnafni og millinafni. 18. apríl 2024 10:27 Jakob Reynir Aftur reynir aftur Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. 18. mars 2024 19:35 Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Féllust á Annamaríu í seinni tilraun og nú má heita Emír Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnafnið Annamaría, eftir að hafa áður hafnað beiðni um að það yrði fært í mannanafnaskrá. Nefndin hefur líka samþykkt nöfn á borð við Jóní og Siddý en hafnað nafninu Helgarut. 29. janúar 2024 16:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Cyrus og Herkúles fá já en Bergman bannaður Mannanafnanefnd hefur samþykkt ný eiginnöfn á borð við Herkúles, Bjartdís, Kriss og Cyrus. Þá var nöfnunum Bergman og Boom báðum hafnað bæði sem eiginnafni og millinafni. 18. apríl 2024 10:27
Jakob Reynir Aftur reynir aftur Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. 18. mars 2024 19:35
Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34
Féllust á Annamaríu í seinni tilraun og nú má heita Emír Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnafnið Annamaría, eftir að hafa áður hafnað beiðni um að það yrði fært í mannanafnaskrá. Nefndin hefur líka samþykkt nöfn á borð við Jóní og Siddý en hafnað nafninu Helgarut. 29. janúar 2024 16:45