Guðrún - Réttlátur og víðsýnn biskup sem fylgir samtímanum Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir skrifar 29. apríl 2024 17:01 Geislandi, vitur, hvetjandi og trú eru nokkur orð sem lýsa sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur. Við í Vox Populi, yngri kirkjukór Grafarvogskirkju, höfum fylgt Guðrúnu síðan 2008, Guðrún hóf störf um vorið og kórinn var stofnaður um haustið. Öll þessi ár hefur Guðrún staðið þétt við bakið á okkur. Hún hefur glaðst með okkur, sungið með okkur, gefið okkur ráð, stappað í okkur stálinu og gefið okkur fjölbreytt tækifæri til söngs. Hún hefur verið vinsæll prestur meðal meðlima Vox Populi til að sinna hinum ýmsum athöfnum, enda köllum við hana hirðprestinn okkar. Í gegnum árin, hafa margir meðlimir, og fjölskyldur þeirra, beðið hana um að gifta, skíra og jarða ástvini sína. Hún hefur því verið með okkur í gleði og sorg og allt þar á milli. Guðrún er með einstaklega hlýja nærveru sem þú finnur fyrir um leið og hún mætir á svæðið. Hún hlustar af athygli, er einlæg og auðmjúk sem gerir það að verkum að þú treystir henni fyrir hugmyndum þínum, skoðunum, gleðifréttum og áhyggjuefnum. Hún sýnir skilning og gefur ráð, ef þess er beðið, án þess að dæma. Í hennar návist finnur þú að þú ert hluti af hópnum og skiptir máli. Hún hefur gott lag á að mæta okkur unga fólkinu þar sem við erum stödd og opna dyr kirkjunnar þannig að okkur finnist við eiga heima þar óháð kyni, kynhneigð, þjóðfélagsstöðu, eða þjóðerni. Í augum Guðrúnar eru allir einstaklingar jafnir. Hún er kraftmikil og hugmyndarík, en það sem er ekki síður mikilvægt er að hún fylgir hugmyndum sínum alla leið. Hún gerir það þó ekki ein, því eins og sannur leiðtogi útdeilir hún verkefnum og nýtir styrkleika annarra. Hún hefur einstakt lag á því að fá fólk saman í hugmyndavinnu en þannig þróast hugmyndir hennar með fjölbreyttum hópi, innan sem utan Grafarvogskirkju og komast í framkvæmd. Guðrún er gleðigjafi og samkvæm sjálfri sér, hún er jákvæð og gefur mikið af sér. Hún er opin fyrir nýjum hugmyndum og leitar ráða hjá aðilum með ólíkar skoðanir til að geta tekið sem besta ákvörðun. Hún hefur góða samskiptafærni og les vel í aðstæður, sem er gríðarlega góður kostur. Síðast en ekki síst þá elskar hún að vera prestur og sinnir starfi sínu af alúð og miklum áhuga. Prédikanirnar hennar eru á mannamáli, hún tengir efni dagsins við aðstæður sem auðvelt er að máta sig við og útskýrir hvað biblíusögurnar gætu þýtt. Við höfum verið ótrúlega lánsöm að starfa með Guðrúnu í öll þessi ár og styðjum hana hiklaust alla leið til biskups. Við trúum því af öllu hjarta að hún sé rétta manneskjan í embættið og geti gert svo margt fyrir þjóðkirkjuna. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi félagar Vox Populi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Geislandi, vitur, hvetjandi og trú eru nokkur orð sem lýsa sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur. Við í Vox Populi, yngri kirkjukór Grafarvogskirkju, höfum fylgt Guðrúnu síðan 2008, Guðrún hóf störf um vorið og kórinn var stofnaður um haustið. Öll þessi ár hefur Guðrún staðið þétt við bakið á okkur. Hún hefur glaðst með okkur, sungið með okkur, gefið okkur ráð, stappað í okkur stálinu og gefið okkur fjölbreytt tækifæri til söngs. Hún hefur verið vinsæll prestur meðal meðlima Vox Populi til að sinna hinum ýmsum athöfnum, enda köllum við hana hirðprestinn okkar. Í gegnum árin, hafa margir meðlimir, og fjölskyldur þeirra, beðið hana um að gifta, skíra og jarða ástvini sína. Hún hefur því verið með okkur í gleði og sorg og allt þar á milli. Guðrún er með einstaklega hlýja nærveru sem þú finnur fyrir um leið og hún mætir á svæðið. Hún hlustar af athygli, er einlæg og auðmjúk sem gerir það að verkum að þú treystir henni fyrir hugmyndum þínum, skoðunum, gleðifréttum og áhyggjuefnum. Hún sýnir skilning og gefur ráð, ef þess er beðið, án þess að dæma. Í hennar návist finnur þú að þú ert hluti af hópnum og skiptir máli. Hún hefur gott lag á að mæta okkur unga fólkinu þar sem við erum stödd og opna dyr kirkjunnar þannig að okkur finnist við eiga heima þar óháð kyni, kynhneigð, þjóðfélagsstöðu, eða þjóðerni. Í augum Guðrúnar eru allir einstaklingar jafnir. Hún er kraftmikil og hugmyndarík, en það sem er ekki síður mikilvægt er að hún fylgir hugmyndum sínum alla leið. Hún gerir það þó ekki ein, því eins og sannur leiðtogi útdeilir hún verkefnum og nýtir styrkleika annarra. Hún hefur einstakt lag á því að fá fólk saman í hugmyndavinnu en þannig þróast hugmyndir hennar með fjölbreyttum hópi, innan sem utan Grafarvogskirkju og komast í framkvæmd. Guðrún er gleðigjafi og samkvæm sjálfri sér, hún er jákvæð og gefur mikið af sér. Hún er opin fyrir nýjum hugmyndum og leitar ráða hjá aðilum með ólíkar skoðanir til að geta tekið sem besta ákvörðun. Hún hefur góða samskiptafærni og les vel í aðstæður, sem er gríðarlega góður kostur. Síðast en ekki síst þá elskar hún að vera prestur og sinnir starfi sínu af alúð og miklum áhuga. Prédikanirnar hennar eru á mannamáli, hún tengir efni dagsins við aðstæður sem auðvelt er að máta sig við og útskýrir hvað biblíusögurnar gætu þýtt. Við höfum verið ótrúlega lánsöm að starfa með Guðrúnu í öll þessi ár og styðjum hana hiklaust alla leið til biskups. Við trúum því af öllu hjarta að hún sé rétta manneskjan í embættið og geti gert svo margt fyrir þjóðkirkjuna. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi félagar Vox Populi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun