Bakslag í streymi Silja Snædal Drífudóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fjölmiðlar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun