„Versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 10:01 Emma Hayes var langt því frá að vera sátt eftir leik Chelsea og Barcelona. getty/Kieran Cleeves Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, sparaði ekki stóru orðin eftir að liðið féll úr leik fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira