Líklegt að það styttist í brotmörk Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 20:46 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49
Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17