Óðinn Þór og félagar í Kadetten Schaffhausen urðu í dag bikarmeistarar eftir sigur á Basel í úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar, lokatölur leiksins 38-33.
Óðinn Þór var að venju gríðarlega öflugur í liði Kadetten. Hann var markahæstur allra á vellinum með 9 mörk og klikkaði ekki á skoti. Þrjú markanna komu af vítalínunni.
Þetta var í 10. skipti sem Kadetten verðr bikarmeistari. Þá er liðið komið í undanúrslit úrslitakeppninnar í Sviss eftir að hafa orðið deildarmeistari.
Í Danmörku vann Fredericia fjögurra marka sigur á Ringsted, 29-25. Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað í leiknum.
Lærisveinar Guðmundar eru nú með tvo sigra að loknum fimm leikjum í 3. sæti í umspilsriðli tvö. Efstu tvö liðin úr hverjum riðli fara áfram í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar. Þarf Fredericia sigur á GOG í lokaumferðinni til að komast í undanúrslitin.