Refsing fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar þyngd Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 16:45 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ítarlega er farið yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan. Í dómi Landsréttar segir að Ingi Valur og stúlkan hafi verið ein til frásagnar um það sem gerðist inni í herbergi á heimili Inga Vals umrætt kvöld. Mikið hafi borið á milli í frásögnum þeirra um það hvort stúlkan hefði veitt samþykki fyrir því að þau hefðu samræði. Mikill þroskamunur Þegar atvik málsins áttu sér stað hafi Ingi Valur verið 37 ára en stúlkan 16 ára og því mikill aðstöðu- og þroskamunur á þeim. Framburður stúlkunnar hafi verið talinn trúverður en framburður Inga Vals ótrúverðugur um mikilvæg atriði. Meðal annars hafi framburður Inga Vals um hvernig hann leitaði samþykkis fyrir samræðinu ekki verið eindreginn, að mati réttarins. Því hafi framburður stúlkunnar um að samræðið hafi verið gegn vilja hennar verið lagður til grundvallar og niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu Inga Vals því staðfest Fallist á þyngingu Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þess að refsing Inga Vals yrði þyngd. Í dómi Landsréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að Inga Val hafi ekki áður verið gerð refsing. Hins vegar hafi jafnframt verið tekið mið af því að brot hans hafi verið framið gegn stúlku sem þá vareinungis16 ára. Í ljósi alvarleika brots Inga Vals og ákvæða almennra hegingarlaga um refsiþyngingu þyki refsing hans hæfilega metin þriggja ára fangelsisvist. Þá var Ingi Valur dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í miskabætur og til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,2 milljónir króna. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað í héraði 2,5 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ítarlega er farið yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan. Í dómi Landsréttar segir að Ingi Valur og stúlkan hafi verið ein til frásagnar um það sem gerðist inni í herbergi á heimili Inga Vals umrætt kvöld. Mikið hafi borið á milli í frásögnum þeirra um það hvort stúlkan hefði veitt samþykki fyrir því að þau hefðu samræði. Mikill þroskamunur Þegar atvik málsins áttu sér stað hafi Ingi Valur verið 37 ára en stúlkan 16 ára og því mikill aðstöðu- og þroskamunur á þeim. Framburður stúlkunnar hafi verið talinn trúverður en framburður Inga Vals ótrúverðugur um mikilvæg atriði. Meðal annars hafi framburður Inga Vals um hvernig hann leitaði samþykkis fyrir samræðinu ekki verið eindreginn, að mati réttarins. Því hafi framburður stúlkunnar um að samræðið hafi verið gegn vilja hennar verið lagður til grundvallar og niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu Inga Vals því staðfest Fallist á þyngingu Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þess að refsing Inga Vals yrði þyngd. Í dómi Landsréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að Inga Val hafi ekki áður verið gerð refsing. Hins vegar hafi jafnframt verið tekið mið af því að brot hans hafi verið framið gegn stúlku sem þá vareinungis16 ára. Í ljósi alvarleika brots Inga Vals og ákvæða almennra hegingarlaga um refsiþyngingu þyki refsing hans hæfilega metin þriggja ára fangelsisvist. Þá var Ingi Valur dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í miskabætur og til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,2 milljónir króna. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað í héraði 2,5 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira