Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórssson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir að staðirnir þrír hafi verið innsiglaðir að beiðni Skattsins í tengslum við mál eigandans.

Nýja vínbúðin er rekin í sama húsnæði og hótelið Brim, sem Sverrir Einar rekur sömuleiðis. Að sögn Unnars Más hefur því ekki verið og lokað og það standi ekki til.
Sverrir Einar óskaði eftir skriflegri fyrirspurn þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. Svar við þeirri fyrirspurn hefur ekki borist.
Fréttin hefur verið uppfærð.