Satt og logið Bryndís Schram skrifar 26. apríl 2024 13:30 Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar