Sagðir vilja frekar loka TikTok en selja Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2024 18:37 Um 170 milljónir manna nota TikTok í Bandaríkjunum. Úrskurði dómstólar ekki samfélagsmiðlafyrirtækinu í vil, er útlit fyrir að TikTok verði lokað þar í landi. AP/Michael Dwyer Gangi lögsóknir þeirra í Bandaríkjunum ekki eftir vilja forsvarsmenn kínverska fyrirtækisins ByteDance, sem á samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok, frekar loka miðlinum vinsæla en að selja hann. Það er vegna þess að kóðinn á bakvið samfélagsmiðillinn þykir of mikilvægur rekstri ByteDance og þeir vilja ekki að hann endi í annarra höndum. Þetta hefur fréttaveitan Reuters eftir heimildarmönnum sínum, sem segja að notendur TikTok í Bandaríkjunum séu einungis smár hluti daglegra notenda ByteDance, eða um fimm prósent, og skapi ekki það miklar tekjur að salan borgi sig. Mestar tekjur fyrirtækisins koma frá Kína. Í yfirlýsingu frá ByteDance í gær segir að ekki standi til að selja TikTok. Forstjóri fyrirtækisins sagðist í gær vera vongóður um að fyrirtækið myndi vinna mál sitt fyrir bandarískum dómstólum og fella lögin úr gildi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði nýverið undir lög sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, reyndi árið 2020 einnig að banna TikTok með forsetatilskipun en sú tilraun var stöðvuð af dómstólum. Trump lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann væri mótfallinn því að banna TikTok í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að erfitt sé að spá fyrir um hvort dómstólar muni úrskurða TikTok í vil í framtíðinni. Margt bendi þó til þess að þessi nýju lög séu gölluð á sambærilegan máta og forsetatilskipun Trumps. Kínverjar ósáttir Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok að staðaldri. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi haft áhyggjur af tengslum ByteDance við Kommúnistaflokk Kína og að yfirvöld þar í landi geti notað TikTok til að afla upplýsinga um Bandaríkjamenn og til þess að hafa áhrif á pólitískar skoðanir þeirra. Forsvarsmenn TikTok hafa haldið því fram að fyrirtækið tengist yfirvöldum í Kína ekki á nokkurn hátt. Móðurfélag TikTok, ByteDance, er rekið í Kína en TikTok í Bandaríkjunum og í Singapúr. Politico sagði frá því á dögunum að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar á bandaríska þinginu hafi starfsmenn sendiráðs Kína í Washington DC þrýst á bandaríska þingmenn og hvatt þá til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Kínverskir erindrekar héldu því fram á þessum fundum að TikTok væri kínverskt fyrirtæki, þó forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ítrekað haldið því fram að svo væri ekki. Talsmaður sendiráðsins sagði við Politico að málið snerist ekki eingöngu um TikTok heldur hvort komið væri fram við kínversk fyrirtæki af sanngirni í Bandaríkjunum. Bandarískir samfélagsmiðlar eins og X og Facebook hafa lengi verið bannaðir í Kína. TikTok er einnig bannað í Kína. Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Frumvarp um bann við TikTok samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum. 20. apríl 2024 21:50 Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. 5. apríl 2024 08:22 TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. 13. mars 2024 15:15 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þetta hefur fréttaveitan Reuters eftir heimildarmönnum sínum, sem segja að notendur TikTok í Bandaríkjunum séu einungis smár hluti daglegra notenda ByteDance, eða um fimm prósent, og skapi ekki það miklar tekjur að salan borgi sig. Mestar tekjur fyrirtækisins koma frá Kína. Í yfirlýsingu frá ByteDance í gær segir að ekki standi til að selja TikTok. Forstjóri fyrirtækisins sagðist í gær vera vongóður um að fyrirtækið myndi vinna mál sitt fyrir bandarískum dómstólum og fella lögin úr gildi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði nýverið undir lög sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, reyndi árið 2020 einnig að banna TikTok með forsetatilskipun en sú tilraun var stöðvuð af dómstólum. Trump lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann væri mótfallinn því að banna TikTok í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að erfitt sé að spá fyrir um hvort dómstólar muni úrskurða TikTok í vil í framtíðinni. Margt bendi þó til þess að þessi nýju lög séu gölluð á sambærilegan máta og forsetatilskipun Trumps. Kínverjar ósáttir Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok að staðaldri. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi haft áhyggjur af tengslum ByteDance við Kommúnistaflokk Kína og að yfirvöld þar í landi geti notað TikTok til að afla upplýsinga um Bandaríkjamenn og til þess að hafa áhrif á pólitískar skoðanir þeirra. Forsvarsmenn TikTok hafa haldið því fram að fyrirtækið tengist yfirvöldum í Kína ekki á nokkurn hátt. Móðurfélag TikTok, ByteDance, er rekið í Kína en TikTok í Bandaríkjunum og í Singapúr. Politico sagði frá því á dögunum að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar á bandaríska þinginu hafi starfsmenn sendiráðs Kína í Washington DC þrýst á bandaríska þingmenn og hvatt þá til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Kínverskir erindrekar héldu því fram á þessum fundum að TikTok væri kínverskt fyrirtæki, þó forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ítrekað haldið því fram að svo væri ekki. Talsmaður sendiráðsins sagði við Politico að málið snerist ekki eingöngu um TikTok heldur hvort komið væri fram við kínversk fyrirtæki af sanngirni í Bandaríkjunum. Bandarískir samfélagsmiðlar eins og X og Facebook hafa lengi verið bannaðir í Kína. TikTok er einnig bannað í Kína.
Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Frumvarp um bann við TikTok samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum. 20. apríl 2024 21:50 Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. 5. apríl 2024 08:22 TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. 13. mars 2024 15:15 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Frumvarp um bann við TikTok samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum. 20. apríl 2024 21:50
Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. 5. apríl 2024 08:22
TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. 13. mars 2024 15:15