Sport

Dag­skráin í dag: Fót­bolti, golf og margt fleira

Siggeir Ævarsson skrifar
Leedsarar freista þess að sleppa við umspilið um sæti í efstu deild
Leedsarar freista þess að sleppa við umspilið um sæti í efstu deild George Wood/Getty Images

Það verður komið víða við á rásum Stöðvar 2 Sport þennan annan dag sumars.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18:35 er botnslagur Frosinone og Salernitana á dagskrá. Gestirnir í Salernitana eru langneðstir í deildinni með 15 stig en eiga svo sem tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi. Frosinone er í 18. sæti, með jafn mörg stig og Udinese og þarf lífsnauðsynlega á sigri að halda.

Nýliðaval NFL 2024 heldur áfram í kvöld kl. 23:00 en nú er það 2. og 3. umferð sem er á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

JM Eagle LA Championship mótið á LPGA mótaröðinni er í beinni klukkan 22:30.

Vodafone Sport

Það verður komið víða við á Vodafone Sport í dag. Dagurinn hefst kl. 11:00 með golfi, þegar útsending frá South African Women's Open hefst.

Svo skiptum við yfir í þýska fótboltann, nánar tiltekið í B-deildina, 2. Bundesliga, þar sem  Hertha Berlín tekur á móti Hannover og hefst útsending klukkan 16:25.

Næst á dagskrá er svo leikur QPR og Leeds í ensku B-deildinni en Leeds þarf nauðsynlega á sigri að halda í toppbaráttunni. Hefst hann kl. 18:55.

Lokaleikur dagsins er svo hafnabolti kl. 23:00 þegar Cubs og Red Sox mætast í MLB-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×